Skip to main content
Mánaðarlega Skjalasafn

maí 2012

Fræðsluerindi hjá Skógræktarfélagi Mosfellsbæjar

Með Fræðsla

Mánudaginn 7. maí verða áhugaverð fræðsluerindi hjá Skógræktarfélagi Mosfellsbæjar. Jón Kr. Arnarsson mun halda fyrirlestur um berjarunna og einnig verður erindi um garðyrkju- og umhverfismál á vegum garðyrkjustjóra- og umhverfisstjóra Mosfellsbæjar.

Erindin byrja kl. 17:30 og eru haldin í listasal Kjarna, Þverholti 2.

Allir velkomnir.

Skógræktarfélag Mosfellsbæjar.

Skógræktarfélag Borgarfjarðar: Starfsdagur í Grímsstaðagirðingu

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Skógræktarfélag Borgarfjarðar stendur fyrir starfsdegi í Grímsstaðagirðingu laugardaginn 5. maí, kl. 10-14.  Fólk sem mætir er beðið að taka með sér verkfæri (klippur, sagir, o.þ.h.) auk nestis.

Akstursleiðbeiningar:
Frá Borgarnesi er ekinn Snæfellsnesvegur (vegur vestur á Mýrar og Snæfellsnes). Eftir um 8 km er beygt til hægri upp Grímsstaðaveg og eknir um 9 km. Á hægri hönd eru þá malarhaugar og slóð sem liggur að girðingunni. Slóðin er ekki greiðfær öllum bílum, en það eru aðeins um 500 m að reitnum og því auðvelt göngufæri.

Allir velkomnir.

Skógræktarfélag Borgarfjarðar.