Skip to main content
Mánaðarlega Skjalasafn

apríl 2013

Skógræktarfélag Borgarfjarðar: Fræðsluerindi og aðalfundur

Með Fundir og ráðstefnur

Þriðjudagskvöldið 30. apríl mun Skógræktarfélag Borgarfjarðar standa fyrir fræðsluerindi og í framhaldi halda aðalfund. Staðsetning: Edduveröld í Englendingavík, Borgarnesi (Skúlagata 17).

Kl. 19:30 Fræðsluerindi. Kristinn H. Þorsteinsson, garðyrkjufræðingur, flytur erindi sem hann nefnir Skyggnst inn í framtíðina – hvert stefnir. Miklar breytingar hafa orðið á trjágróðri hér á landi síðustu ár. Aukinn gróður hefur á margvíslegan hátt breytt umhverfi okkar á jákvæðan hátt, en ræktun í görðum er einnig farin að verða ýmsum til ama á síðari árum. Í erindi sínu ætlar Kristinn að fjalla um trjágróður í görðum og á útivistarsvæðum í og í kringum þéttbýli. Þá mun hann huga að hlutverki garðeiganda, en ekki síst sveitafélaga, í ræktun og varðveislu trjágróðurs.

Kl. 21:00 Aðalfundur Skógræktarfélags Borgarfjarðar. Dagskrá fundarins verður með hefðbundnu sniði.

Allir velkomnir!

Myndlistarsýning í Heiðmörk á sumardaginn fyrsta: Fálmar, Net, Op, Bönd og Barist um ljósið

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Skógræktarfélag Reykjavíkur og Myndhöggvarafélagið í Reykjavík í samstarfi við Barnamenningarhátíð bjóða til opnunar á myndlistarsýningu í Heiðmörk á sumardaginn fyrsta kl.13:00

Listamennirnir eru Haraldur Jónsson, Karlotta Blöndal, Unndór Egill Jónsson og Sara Riel. Verkin eru öll sérstaklega gerð fyrir sýninguna og eru staðbundin. Munu þau fá að lifa áfram um ókomna framtíð.

Ferðalagið hefst við Elliðavatnsbæinn þar sem allir taka þátt í gerð listaverks.Síðan liggur leiðin í Vífilsstaðahlíðina þar sem gestir ganga í hávöxnum skógi milli listaverka sem leynast á mismunandi stöðum. Verkin taka á sig ýmsar myndir. Þau byggja bæði á þátttöku sýningargesta og örva sömuleiðis skynjunina á ólíkan hátt á ferðinni um skóginn.

Í miðri göngunni verður boðið upp á hressingu við lítinn varðeld.

Fólk á öllum aldri eru hjartanlega velkomin, en sérstaklega velkomin eru börnin!

Nánari upplýsingar:
Gústaf Jarl Viðarsson, skógarvörður og sýningarstjóri: 856-0059 eða gustafjarl@heidmork.is
Sara Riel, myndlistarkona: 699-8126 eða sara@sarariel.com

 

sk rvk myndlist

Sumardagurinn fyrsti á Reykjum

Með Ýmislegt

Sumardaginn fyrsta er opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi, Landbúnaðarháskóla Íslands. Skólinn er opinn frá kl. 10 til 18. Sumarið er komið í garðskálanum og hægt er að heimsækja hitabeltið í bananahúsinu og pottaplöntusafninu. Verkefni nemenda í skrúðgarðyrkju verða til sýnis í verknámshúsi. Kaffiveitingar og markaðstorg með garðyrkjuafurðir. Ýmiss konar afþreying er í boði fyrir börnin, andlitsmálun, ratleikur og fleira óvænt og skemmtilegt. Kl. 14:00-15:15 verður hátíðardagskrá (sjá hér að neðan) þar sem afhent verða garðyrkjuverðlaun Landbúnaðarháskóla Íslands og Umhverfisverðlaun Hveragerðisbæjar.

Hátíðardagskrá
14:00 – 14:10 Setning – Guðríður Helgadóttir, forstöðumaður starfs- og endurmenntunardeildar LbhÍ
14:10 – 14:45 Garðyrkjuverðlaunin 2013 – Mennta– og menningarmálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir
14:45 – 14:50 Tónlistaratriði
14:50 – 15:10 Umhverfisverðlaun Hveragerðis – Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson
15:10 – 15:15 Tónlistaratriði

Aðalfundur Skógræktarfélags Mosfellsbæjar 2013

Með Fundir og ráðstefnur

Aðalfundur Skógræktarfélags Mosfellsbæjar verður haldinn mánudaginn 22. apríl kl. 20:00 í Safnaðarheimili Lágafellssóknar.

Dagskrá:
1. Almenn aðalfundarstörf
2. Önnur mál
3. Ragnhildur Freysteinsdóttir sýnir myndir frá ferð Skógræktarfélags Íslands til Þýskalands síðastliðið haust.
Félagsmenn eru hvattir til að mæta. Kaffiveitingar verða á fundinum.

Stjórnin

Fræðsluerindi: Í upphafi skyldi endinn skoða. Hversu há og gömul verða trén?

Með Fræðsla

Skógræktarfélag Kópavogs stendur fyrir fræðsluerindi mánudaginn 22. apríl, kl. 19:30 og fer það fram í Menntaskólanum í Kópavogi, stofu N15. Fyrirlesari er Sigríður Erla Elefsen.

Í daglegu umhverfi má víða finna „há og gömul tré“ en eru þau endilega svo „há og gömul“?. Meðan einhverjir standa frami fyrir háum trjám í görðum sínum eða sumarhúsalöndum, velta aðrir því fyrir sér hvað á að gróðursetja. Hvort sem hugað er að grisjun eða gróðursetningu gildir að sjá fyrir sér hvað verður. Í þessu erindi verða trjátegundir skoðaðar með tilliti til hæðar og aldurs. Einnig verður rætt lítillega um skjóláhrif og hvernig má hafa áhrif á þau.

 

50 ára afmæli Fuglaverndar

Með Skógargöngur

Laugardaginn 20. apríl heldur Fuglavernd upp á 50 ára afmæli félagsins í Nauthóli við Nauthólsvík. Kl. 12:30 verður boðið upp á fuglaskoðun í nágrenninu en kl. 13:30 hefjast aðalfundarstörf. Eftir aðalfund, kl. 14.50, hefst afmælisfagnaður með fjölbreyttum og áhugaverðum erindum sem lýkur með hanastélsboði eða karrastélsboði eins og við kjósum að kalla það.

Á þessum tímamótum mun Fuglavernd fara yfir hálfrar aldar sögu sína en ekki síður horfa til framtíðar. Ýmis erindi verða um hlýnun loftslags og áhrif hennar á jörð og haf, dýralíf. Yngsti fyrirlesarinn er 16 ára fuglaáhugamaður, sem mun sýna ljósmyndir sem hann hefur tekið af fuglum og einnig verður sagt frá verkefninu „Fljúgum hærra“, sem miðar að því að kynna fugla fyrir leikskólabörnum. Í lok dagskrár verður boðið upp á sérblönduðu karrastélin Þröst og Gráþröst undir ljúfum tónum fuglatengdra hljómsveita á borð við Eagles, The Byrds og fleiri.

Fuglavernd eru félagasamtök sjálfboðaliða, sem stofnuð voru 26. janúar 1963 með það að markmiði að stuðla að verndun arnarins, afkomu hans og útbreiðslu og var það aðalstarfið fyrstu þrjá áratugina. Á afmælisárinu eru 1300 meðlimir í félaginu, sem taka þátt í ýmsum viðburðum á vegum þess. Fuglavernd býður upp á mánaðarlega fræðslufundi yfir vetrartímann, garðfuglakannanir, fuglatalningar og fuglaskoðunar. Nánari upplýsingar og dagskrá má finna á heimasíðu Fuglaverndar – www.fuglavernd.is.

Aprílskógar 2013

Með Ýmislegt

Nú þegar sólin hækkar á lofti eru Aprílskógar að skjóta rótum, en Aprílskógar eru söfnunarverkefni Græns Apríl fyrir skógrækt. Safnað er fyrir tveimur verkefnum í ár, annars vegar stuðningi við Bændaskóga á Austurlandi, en þar þarf að grisja lerkiskóginn. Grisjun á hvern ha kostar 150 þúsund krónur. Hins vegar er safnað fyrir plöntun nýrra trjáa í Skorradal, þar sem stefnt er á að rísi með tíð og tíma Aprílskógur ú r birki og reynitrjám. Nánar má lesa um Grænan apríl á heimasíðu verkefnisins (hér).

Meginþemað sem unnið er eftir í tengslum við DAG JARÐAR, er birting loftslagsbreytinganna. Ein þeirra er aukinn koltvísýringur í andrúmsloftinu. Lauf á trjám bindur koltvísýringinn, svo og ræturnar í moldinni, en um það verður einmitt fjallað í einum af fyrirlestrunum sem verða á DEGI JARÐAR í Háskólabíói þann 21. apríl n.k. Nánari upplýsingar og miðasala á viðburðinn í Háskólabíó eru á síðunni midi.is (hér).

Aðalfundur Skógræktarfélagsins Merkur

Með Fundir og ráðstefnur

Aðalfundur skógræktarfélagsins Merkur verður haldinn á Hótel Kirkjubæjarklaustri fimmtudaginn 18. apríl kl. 16:00.

Fundarefni:
1. venjuleg aðalfundarstörf
2. önnur mál

Erindi

Berjarunnar og rósir. Kristinn H. Þorsteinsson, garðyrkjufræðingur flytur erindi og ætlar að fjalla í máli og myndum um klippingar á runnum, vaxtarlag þeirra og viðbrögð við klippingu. Sérstök áhersla verður lögð á berjarunna og rósir.

Kaffiveitingar í boði félagsins.

Allir áhugasamir velkomnir !

Aðalfundur Skógræktarfélags Grindavíkur

Með Fundir og ráðstefnur

Aðalfundur Skógræktarfélags Grindavíkur verður haldinn þann 15. apríl kl. 20:00 í þjónustumiðstöð við tjaldstæðið í Grindavík.

Dagskrá
– Venjuleg aðalfundarstörf
– Kynning frá Sage Gardens á uppbyggingu leiksvæða úr náttúrulegum efniviði.

Stjórn Skógræktarfélags Grindavíkur

Aðalfundur Skógræktarfélags Rangæinga

Með Skógargöngur

Aðalfundur Skógræktarfélags Rangæinga verður haldinn mánudaginn 15. apríl n.k. í Árhúsum á Hellu og hefst hann kl. 20.

Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Viðurkenning veitt fyrir fallegan skógarreit í sýslunni.
3. Önnur mál
– Kaffihlé
4. Fræðsluerindi: Berjarunnar – ræktun og klippingar í umsjón Kristins H. Þorsteinssonar, garðyrkjufræðings.

Kaffi í boði félagsins. Allir velkomnir!