Skip to main content
Mánaðarlega Skjalasafn

apríl 2018

Aðalfundur Skógræktarfélagsins Merkur 2018

Með Fundir og ráðstefnur
Aðalfundur Skógræktarfélagsins Merkur 2018 verður haldinn á Icelandair Hótel Klaustur laugardaginn 28. apríl og  hefst kl. 13:30.

Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf
Önnur mál

Valgerður Erlingsdóttir skógfræðingur flytur fræðsluerindi um klippingu trjáa  og runna.

Kaffiveitingar í boði félagsins. Allir áhugasamir hjartanlega velkomnir.

Stjórn Skógræktarfélagsins Merkur, Kirkjubæjarklaustri.
 

Boðið heim í skóg – Skemmtun, fræðsla og upplifun í skógi. Viðburðastjórnunarnámskeið fyrir skógræktarfólk

Með Skógargöngur

Námskeiðið er ætlað áhugafólki um skógrækt, skógareigendum og starfsfólki í skógrækt og öðrum þeim sem hafa áhuga á að taka á móti hópum í skóglendi.

Á námskeiðinu verður fjallað um skipulagningu þess að bjóða fólki heim í skóg, reynslu af skógarviðburðum hér á landi, eins og skógardögum, móttöku hópa í skógi og samstarfi um slíka viðburði, skipulag og uppsetningu dagskrár sem höfðar til mismunandi markhópa, skipulag og stjórnun, greiningu áhættuþátta, verkefnaval og kynningu.

KennararIngólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga, Eygló Rúnarsdóttir kennari Háskóla Íslands, Þór Þorfinnsson, skógarvörður Hallormsstað og Ólafur Oddsson, fræðslustjóri Skógræktarinnar.

Tími: Laugardaginn 28. apríl. kl. 9:00-16:00 í Gömlu Gróðrarstöðinni, Akureyri.

Verð: 17.000 kr. (Kaffi og hádegissnarl og gögn innifalin í verði).

Skráningarfrestur er til 23. apríl 2018 og má skrá sig á heimasíðu Landbúnaðarháskóla Íslands (hér).

Námskeiðið er sameiginlegt verkefni samstarfsaðila um skógarfræðslu þ.e. Landbúnaðarháskóla Íslands, Landgræðslunnar, Landssamtaka skógareigenda, Skógræktarfélags Íslands og Skógræktarinnar.

Leiðbeinendanámskeið í skógarfræðslu – Kjarnaskógi

Með Fræðsla

Námskeiðið er opið öllum þeim sem vilja læra að leiðbeina fólki að tálga og standa að útieldun á skógarviðburðum, eins og skógardögum, útikennslu o.fl. Það hentar t.d  skógareigendum, skógræktarfólki, almennum kennurum, smíðakennurum, sumarbústaðafólki, handverksfólki sem og öðrum.

Á námskeiðinu:

    • Lærir þú að, leiðbeina þeim sem vilja prófa að tálga á öruggan hátt á örnámskeiði.
    • Lærir að hafa stjórn á aðstæðum, stilla hópnum upp og búa til notalegar og skapandi kringumstæður í skógarumhverfi.
    • Verða kynnt áhöld og búnaður til eldiviðargerðar og útieldunar og prófaðar ýmsar leiðir við eldun og matargerð utandyra.
    • Lærir þú um hvernig eldiviðargerðin og eldunin er tengd lífríki trjánna með kolefnisbindingu, súrefnislosun og þeirri hringrás sem lifir í trjám og nýtingu viðarins.
    • Verður fjallað um stjórnun, kynningu, staðsetningu, öryggismál, merkingar og umgjörð á fræðslustöð um útieldun og eldiviðargerð á skógarviðburði.
    • Verður fjallað um kennsluhætti og aðferðir leiðbeinandans við kennsluna.
    • Og margt fleira.

Leiðbeinandi: Ólafur Oddsson. fræðslustjóri Skógræktarinnar og verkefnisstjóri Lesið í skóginn.
Tími: Föstudagurinn 27. apríl kl. 9:00-16:00, Skógræktarfélagi Eyfirðinga, Kjarnaskógi.
Verð: 17.000 kr. (kaffi og hádegissnarl og gögn innifalin í verði)

Skráningafrestur er til 23. apríl á heimasíðu Landbúnaðarháskóla Íslands (hér).

 

Aðalfundur Skógræktarfélags Garðabæjar 2018

Með Fundir og ráðstefnur

Aðalfundur Skógræktarfélags Garðabæjar 2018 verður haldinn mánudaginn 23. apríl 2018 og hefst kl. 20:00. Fundurinn verður haldinn í Safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli við Kirkjulund.

DAGSKRÁ:

  • Venjuleg aðalfundarstörf
  • Önnur mál

Kaffiveitingar í boði félagsins

Gestir fundarins Þráinn Hauksson frá Landslagi ehf. og Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri Garðabæjar, fjalla um Vífilsstaðaland. Nú fer fram skipulagsvinna eftir samkeppni að rammaskipulagi á landi Vífilsstaða sem Garðabær keypti á síðasta ári. Einnig kynna þeir tillögu að hönnun Bæjargarðs í jaðri Garðahrauns.

Umræður og fyrirspurnir.

Allir hjartanlega velkomnir!

Stjórn Skógræktarfélags Garðabæjar

Sumardagurinn fyrsti hjá Garðyrkjuskóla Landbúnaðarháskóla Íslands

Með Ýmislegt

Opið hús verður sumardaginn fyrsta í Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi kl. 10:00-17:00. Sumarið er komið í garðskálanum og hægt er að heimsækja hitabeltið í bananahúsinu og pottaplöntusafninu. Verkefni nemenda í skrúðgarðyrkju verða til sýnis í verknámshúsinu og við inngang skólans. Kaffiveitingar og markaðstorg með garðyrkjuafurðir. Ýmis konar afþreying er í boði fyrir börnin, s.s. andlitsmálun. Hátíðardagskrá verður kl. 14 – 15 þar sem afhent verða Garðyrkjuverðlaun Landbúnaðarháskóla Íslands,  Umhverfisverðlaun Hveragerðis og Umhverfisverðlaun Ölfuss.

Dagskrá:

14:00 – 14:05 Setning – Guðríður Helgadóttir staðarhaldari á Reykjum.

14:05 – 14:25 Garðyrkjuverðlaun 2018 – Landbúnaðarráðherra Kristján Þór Júlíusson

14:25 – 14:30 Tónlistaratriði

14:30 – 14:40 Umhverfisverðlaun Hveragerðis 2018 – Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson

14:40—14:50 Umhverfisverðlaun Ölfuss 2018- Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson

14:50—14:55 Tónlistaratriði

14:55—15:00 Dagskrárlok

Aðalfundur Skógræktarfélags Mosfellsbæjar 2018

Með Fundir og ráðstefnur

Aðalfundur Skógræktarfélags Mosfellsbæjar 2018 verður haldinn í húsi Björgunarsveitarinnar Kyndils, Völuteigi 23, Mosfellsbæ, þriðjudaginn 17. apríl kl. 20:00.

Dagskrá

1. Almenn aðalfundarstörf

2. Önnur mál

3. Erindi. Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, Skógræktinni, flytur erindi sem hún nefnir  „Áhrif fjórföldunar nýskógræktar á Íslandi“.

Félagsmenn eru hvattir til að mæta.

Nýir félagar velkomnir.

Kaffiveitingar verða á staðnum.

Fræðsluerindi – Trjágarðurinn í Deild í Fljótshlíð

Með Fræðsla

Skógræktarfélag Reykjavíkur, Garðyrkjufélag Íslands og Trjáræktarklúbburinn standa sameiginlega fyrir fræðsluerindi um ræktun trjáa og blómstrandi gróðurs undir heitinu Trjágarðurinn í Deild í Fljótshlíð. Þar hefur Sveinn Þorgrímsson og fjölskylda hans stundað ræktunarstarf í nærri 25 ár á gömlum túnum á skjóllausu landi. Sveinn hefur ritað um ræktunarstarfið í Skógræktarritið og Garðyrkjuritið og hefur árangur starfsins vakið eftirtekt áhugafólks um ræktun. Í erindinu verður farið yfir ræktunarsöguna og fjallað um hvað best dugði til að byggja upp skjól og síðan blómstrandi tegundir í skjóli þess. Nú eru um 300 tegundir og klón af trjám og runnum í ræktun í Deild og verður fjallað um tegundaval með áherslu á tegundir sem ekki eru algengar í almennri ræktun en ástæða er fyrir áhugafólk um ræktun að reyna.

Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 17. apríl í húsnæði Garðyrkjufélags Íslands að Síðumúla 1 (gengið inn Ármúlamegin) og hefst hann kl. 19:30.

Aðalfundur Skógræktarfélags Kópavogs 2018

Með Fundir og ráðstefnur

Stjórn Skógræktarfélags Kópavogs boðar til aðalfundar mánudaginn 16. apríl næst komandi. Fundurinn hefst kl. 20:00 og er haldinn í Kiwanishúsinu, Smiðjuvegi 13a, Kópavogi.

Dagskrá:
1. Fundarsetning
2. Kosning fundarstjóra
3. Kosning fundarritara

Dagskrárliðir skv. félagslögum:
4. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu ári
5. Skýrslur nefnda
6. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar félagsins
7. Tillaga að félagsgjaldi
8. Lagabreytingar
9. Kosningar skv. félagslögum
10. Tillögur að framtíðarverkefnum félagsins
11. Önnur mál


Að formlegri dagskrá lokinni mun Ragnhildur Freysteinsdóttir, umhverfisfræðingur hjá Skógræktarfélagi Íslands, flytja erindi í máli og myndum sem nefnist: „Skógræktarferð til Kanada“.

Veitingar í boði félagsins.

Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna! Allir velkomnir!