Skógræktarfélag Íslands


Skráning í félagið

Aðalfundur - Vinnudagar - Styrkir - Framkvæmdir

Aðalfundurinn 25. apríl tókst ágætlega. Stjórnin var endurkjörin með þeirri breytingu að Katrín varð ritari.

Vinnudagar verða hér eftir á mánudögum kl. 17 - 19 eins og undanfarin ár. Mæting við Einbúann (þeir sem ekki rata hringja í 897 5148). Allir, hvort heldur þeir eru í félaginu eða ekki, eru velkomnir til að aðstoða okkur, nú eða rabba við okkur eða gefa góð ráð. Við þurfum á stuðningi að halda í orði ekki síður en í verki.

Við fengum styrk frá Landgræðslusjóði, m.a. til að leggja ræsi yfir skurðinn neðst í Slögu. Einnig til grisjunar og til að gróðursetja berja- og ávaxtatré í samvinnu við Jón Guðmundsson garðyrkjumann.

Framvæmdir eru hafnar við stíginn fyrir neðan Slögu. Megnið af styrknum frá Akranesbæ fór í þessa framkvæmd. Markmiðið er að bæta aðgengi almennings að neðri hluta Slögu. Þarna eru elstu hlutar skógræktarinnar og margir skemmtilegir lundir en aðgengi að þeim hefur verið erfitt. Í sumar munum við leggja áherslu á stígagerð í skógræktinni sjálfri.

Lagt var þunnt malarlag ofan á kurlið en peningar nægðu ekki til að klára stíginn. Vonandi fáum við styrki til frekari framkvæmda í sumar. Fleiri stígar og ræsi bíða.

Fyrir utan stígagerðina þá er fjárfrekasta verkefnið að fá geymslugám í Slögu sem jafnframt getur verið skjól í jólatrjáasölunni. Vonandi tekst okkur það. Loks má nefna að keypt hafa verið skógræktaráhöld fyrir tæplega 200 þús. enda ætlum við að gróðursetja rúmlega 11.000  tré í sumar.

Myndir frá framkvæmdunum fyrir neðan Slögu:

alt

alt

alt

Eins og sjá má nær mölin ekki að enda stígsins. Fjármagnið nægði í um 200 metra spotta. Malarlagið er nægjanlegt fyrir litla bíla og litlar vinnuvélar. Eins og sjá má nægir malarlagið ekki til að hylja grófa kurlið í kantinum. Það bíður betri tíma.

alt

Töluvert hefur verið klippt af asparstiklingum af ýmsum stærðum og gerðum og þeir settir niður á nokkrum stöðum. Myndirnar að neðan sýna stiklinga sem voru klipptir eða sagaðir niður í vinnuaðstöðunni við Einbúann. Á neðri myndinn má sjá tvo stiklinga eða drjóla í mýrlendinu við þjóðveginn.

alt

alt

 

Skógræktarfélag Akraness| Dalbraut 21 | 300 Akranes | Netfang: jensbb (hjá) internet.is