Skógræktarfélag Íslands


Skráning í félagið

Viðburðaríkt ár hjá Skógræktarfélagi Akraness

Árið 2016 hefur verið viðburðaríkt hjá Skógræktarfélagi Akraness.

Gróðursett hafa verið rúmlega 11. þús. tré og rúmlega tvö þúsund asparstiklingar. Við gróðursetninguna nýttust vel verkfæri sem keypt voru fyrir styrki sem félagið fékk frá nokkrum fyrirtækjum og Akranesbæ. Á myndunum hér að neðan sjást þeir Philippe Ricart og Jens Baldursson með bakkahaldara og geyspa sem voru meðal verkfæranna sem keypt voru fyrir styrkina. Þessi verkfæri juku afköstin stórlega og léttu vinnuna. Nauðsynlegt er að bæta og auka við tækja- og verkfærakost félagsins. M.a. vantar okkur sláttuvél og fleiri gróðursetningaráhöld. Öll vinna á vegum Skógræktarfélags Akraness er sjálfboðavinna nema aðkeypt vinna verktaka með vélar. Fastir vinnudagar hafa verið á mánudögum kl. 17 - 19 en auk þess hafa félagar mætt á öðrum tímum til að gróðursetja og fleira sem gera þarf.

2016 0720 12016 0720 2

Meðal verkefna félagsins í sumar var gróðursetning berja- og ávaxtatrjáa undir stjórn Jóns Guðmundssonar garðyrkjumanns en styrkur fékkst frá Landgræðslusjóði til þess verks. Myndin hér að neðan sýnir Jón gróðursetja eitt af trjánum. Önnur myndin er frá gönguferð um Slögu með Jóni þar sem aðstæður til gróðursetningar trjánna voru kannaðar.

2016 0710 12016 0620 2

Stærsta og dýrasta framkvæmd félagsins var lagfæring vegarslóða fyrir neðan Slögu. Megnið af fjárstyrk Akranesbæjar fór í þessa framkvæmd sem mun auðvelda aðgengi fólks að neðri hluta Slögu. Eitt helsta markmið félagsins er að bæta útivistaraðstöðu almennings. Myndin hér að neðan er frá þessum framkvæmdum.

2016 0507 2 stgur 10 malarvinna

Önnur stór framkvæmd var lagfæring á aðalinnganginum í Slögu þar sem kantar voru lagaðir og möl bætt í veginn og tvö ný ræsi sett niður fyrir styrk sem fékkst hjá Landgræðslusjóði. Þetta mun bæta aðgengi almennings að Slögu.

 2016 0728 01 0915462016 0728 02 2016 0728 03 2016 0728 042016 0728 05

 

Þriðja stærsta framkvæmdin í sumar er gámur sem settur var niður í Slögu. Gámurinn er fyrst og fremst geymsluaðstaða fyrir verkfæri og annað sem nauðsynlegt er fyrir vinnuna í skógræktinni. Einnig mun hann nýtast í jólatrjáasölunni í desember. Fyrsta myndin sýnir gröfu koma undirstöðunum fyrir en það eru þrír steypuklumpar sem hver er um 2,5 tonn og einn sem er um 1700 kg. Önnur myndin sýnir gáminn eins og hann leit út þegar við fengum hann. Þriðja myndin sýnir gáminn eftir að búið var að mála hann. - Allar þessar framkvæmdir hafa gengið allnærri fjárhag félagsins. M.a. þarf félagið að greiða sérstakt gámaleyfisgjald til Hvalfjarðarsveitar að upphæð 45 þúsund krónur á hverju ári. Það sveitarfélag kemur þó ekkert að vegalagningu né öðru á svæðinu.

2016 0728 082016 0810 gamur2016 0831 gamur i slogu

 Fjölmörgum öðrum verkefnum þarf að sinna í skógræktinni. Gera þarf göngustíga fyrir almenning, halda þeim við, slá og grisja. Þá þarf að halda við geymsluhúsnæði félagsins sem er við Einbúann og gamalli og lúinni kerru félagsins og ótalmargt fleira. Félagið þarf m.a. nauðsynlega að eignast sláttuvél til að slá stíga. Í þurrkinum í sumar voru útbúnir „vökvunarbakkar“ svo bakkaplönturnar þornuðu ekki upp. Myndin hér að neðan sýnir vökvunarbakkana og vatnstank félagsins sem fylla þarf reglulega á á sumrin, a.m.k. þegar engin er vætutíðin.

2016 0726 vokvunarbakkar

Hér verður að nefna verkefni sem tekur allt of mikinn tíma og orku frá okkur skógræktarfólkinu en það er að reka rollur úr Slögu og laga girðingar. Tíminn sem fer í rollurekstur og vinnu við girðingar væri betur nýttur í skógræktinni og til að bæta aðstöðu almennings. Viðhald girðinga er á vegum Akranesbæjar en bænum hefur gengið illa að fá verktaka til að sinna girðingarvinnunni. Skógræktarfélagið tók í sumar að sér að laga girðingarnar en Akranesbær útvegaði efni og nauðsynleg verkfæri. Efri myndin sýnir Reyni laga girðinguna. Neðri myndin sýnir þrjár rollur innan girðingar í Slögu.

 2016 0710 6 girdingarvinna 5juli2016 0727 rollur i slogu 1

Vinnufundir eru alla mánudaga kl. 17 - 19 fram í október/nóvember. Mæting við Einbúann. Meðal verkefna sem framundan eru á haustmánuðum 2016:

1) Fá meiri möl og snyrta í kringum gám ef félagið fær stuðning til þess. Nú er fjárhagur félagsins mjög þröngur

2) Grisjun og snyrting á svæðum félagsins. M.a. þarf að losna við grisjunarvið

3) Vinna í stígum, m.a. lagning ræsa

 

9. sept. 2016 Jens

 

 

 

 

Skógræktarfélag Akraness| Dalbraut 21 | 300 Akranes | Netfang: jensbb (hjá) internet.is