Skógræktarfélag Íslands


Skráning í félagið

Velheppnuð gönguferð 20. júní 2016

Gönguferðin með Jóni Guðmundssyni mánudagskvöldið 20. júní heppnaðist ákaflega vel. 12 fullorðnir, eitt barn og hundur mættu í prýðilegu veðri. Gengið var um Slögu og m.a. voru aðstæður skoðaðar fyrir berja- og ávaxtatré. Líklega eru bestu aðstæður fyrir þau neðst í Slögu. Hér að neðan eru nokkrar myndir úr göngunni.

alt

alt

alt

alt

Göngufólk slakaði á í lokin við eitt af borðunum í Slögu. Því miður var ekki allt jákvætt þessa kvöldstund. Við rákumst á þessa ær með lömbum sínum í Slögu og rákum hana úr skógræktinni, í annað sinn þennan dag sem þessi sauðþráa skepna var rekin út. Brýn nauðsyn er að laga girðinguna áður en berja- og ávaxtatréin verða gróðursett.

alt 

 

Skógræktarfélag Akraness| Dalbraut 21 | 300 Akranes | Netfang: jensbb (hjá) internet.is