Skógræktarfélag Íslands


Skráning í félagið

Berja- og ávaxtatré gróðursett í Slögu og við Einbúann

Mánudaginn 11. júlí gróðursettu nokkrir stjórnarmenn Skógræktarfélags Akraness berja- og ávaxtatré við Einbúann við þjóðveginn og í Slögu. Jón Guðmundsson garðyrkjufræðingur valdi tréin og stjórnaði gróðursetningunni. Jón er landsþekktur fyrir gróðursetningu berja- og ávaxtatrjáa á stöðum sem ólíklegir þykja fyrir slík tré.  Sett  voru niður 20 eplatré, 5 kirsiber og 5 hindber. Hér að neðan eru myndir frá gróðursetningunni.

alt

alt

Auk þessa gleðilega viðburðar eru félagsmenn önnum kafnir þessa dagana við gróðursetningu bakkaplatna. Við höfum þegar gróðursett 2400 sitkagreni en erum nú að setja niður um 10 þús. tré af ýmsum öðrum tegundum. - Allir sem hafa áhuga og vilja eru velkomnir til að aðstoða okkur. Fastir vinnufundir okkar eru á mánudögum kl. 17 - 19.

Félagið hefur tekið að sér að lagfæra girðingarnar umhverfis Slögu en þar hafa rollur gert okkur lífið leitt undanfarin ár. Girðingarnar eru í misjöfnu ásigkomulagi, vestur-girðingin (fjærst fjallinu) er meira og minna ónýt. Reynt verður að halda henni fjárheldri þar til við fáum svæðið þar fyrir neðan undir skógrækt sem vonandi verður fljótlega. Austur-girðingin, með fjallinu, er sæmileg nema þar sem steinar úr fjallinu falla á hana og slíta eða sliga vírinn og brjóta staura. Þá girðingu þarf því stöðugt að lagfæra. Myndin hér að neðan sýnir Reyni, alvanan girðingarmann í stjórn félagsins, lagfæra girðinguna.

alt

 

Skógræktarfélag Akraness| Dalbraut 21 | 300 Akranes | Netfang: jensbb (hjá) internet.is