Skip to main content
Flokkur

Fræðsla

Opið hús skógræktarfélaganna: Skógræktarferð til Þýskalands

Með Fræðsla

Fjórða Opna hús ársins 2014 verður haldið þriðjudagskvöldið 15. apríl og hefst það kl. 20:00, í fundarsal Garðyrkjufélags Íslands að Síðumúla 1 (gengið inn frá Ármúla).

Barbara Stanzeit, Skógræktarfélagi Garðabæjar, segir í máli og myndum frá fræðsluferð Skógræktarfélags Íslands til Þýskalands haustið 2012, en hún var túlkur í ferðinni.

Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.

oh4

Þemadagur 10. apríl – ræktun jólatrjáa

Með Fræðsla

Skógræktarfélag Reykjavíkur stendur fyrir þemadegi um ræktun jólatrjáa þann 10. apríl og verður hann haldinn að Elliðavatni í Heiðmörk.

Dagskrá:

Kl. 9.30 – 12.30 Fjárhagsáætlun fyrir jólatrjáaræktun
Hvernig settt er upp fjárhagsáætlun fyrir jólatrjáaræktun og haldið utan um kostnað og tekjur frá upphaf til enda ræktunarferlisins.
Kennari: Jóhanna Lind Elíasdóttir frá Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins.

Kl. 12.30 – 13.15 Hádegismatur – Súpa og brauð í boði Skógræktarfélags Reykjavíkur

Kl. 13.15 – 17.30 Formun jólatráa, umhirða og klipping
Aðferðir við að forma og laga jólatré til að bæta útlit, auka gæði og nýtingarhlutfall.
Kennari: Marianne Lyhne frá Skov og Landskab, Nödebo Danmark

Kostnaður fyrir daginn: 10.000 kr. – Innifalð er fróðleikur, kaffi og bakkelsi.

Upplýsingar og skráning fyrir 8. apríl:
Else Möller nem.elsem@lbhi.is GSM: 867-0527
f.h.Sk.Rvk. saevar@heidmork.is GSM: 893-2655

jolanamskeid2

Jólatré til sölu á Jólamarkaðinum á Elliðavatni jólin 2013 (Mynd: RF).

Opið hús skógræktarfélaganna: Trjágróður og garðar í Berlín

Með Fræðsla

Þriðja Opna hús ársins 2014 verður haldið fimmtudagskvöldið 10. apríl og hefst það kl. 20:00, í fundarsal Garðyrkjufélags Íslands að Síðumúla 1 (gengið inn frá Ármúla).

Brynjólfur Jónsson, Skógræktarfélagi Íslands, segir í máli og myndum frá trjágróðri og görðum í Berlín.

Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.

Opið hús skógræktarfélaganna: Skógræktarferð til Colorado

Með Fræðsla

Annað Opna hús ársins 2014 verður haldið þriðjudaginn 1. apríl og hefst það kl. 20:00, í fundarsal Garðyrkjufélags Íslands að Síðumúla 1 (gengið inn frá Ármúla).

Kristján Baldursson, ferðaskrifstofunni Trex, segir í máli og myndum frá fræðsluferð Skógræktarfélags Íslands til Colorado síðast liðið haust, en Trex sá um skipulagningu ferðarinnar í samráði við Skógræktarfélagið.

Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.

oh2

Námskeiðaröð um ræktun jólatrjáa

Með Fræðsla

Skógræktarfélag Reykjavíkur stóð í samstarfi við Else Möller fyrir vel heppnuðu námskeiði á Elliðavatni um ræktun jólatrjáa síðast liðið haust. Í ár verður boðið upp á röð námskeiða þar sem sérfræðingar munu fara ofan í saumana á mikilvægum atriðum í ræktun og umhirðu jólatrjáa.

Fyrsta námskeiðið verður haldið þann 11. mars.

Nánari upplýsingar má finna hér (pdf).

jolanamskeid

Else Möller fjallar um jólatrjáaræktun á námskeiði haustið 2013 (Mynd:RF).

Fræðsluerindi: Náttúruskógar og skógrækt í Chile

Með Fræðsla

Skógræktarfélagið Dafnar, skógræktarfélag nemenda og starfsmanna við Landbúnaðarháskóla Íslands, stendur fyrir opnu fræðsluerindi þriðjudaginn 28. janúar um Náttúruskóga og skógrækt í Chile í S-Ameríku. Fyrirlesari er Bjarni Diðrik Sigurðsson, en hann dvaldi í Chile í rúmar tvær vikur í nóvember og desember síðast liðinn, þar sem hann tók þátt í að kenna alþjóðlegt doktorsnemanámskeið í skógvistfræði, sem haldið var í samvinnu skógfræðideildar Sænska landbúnaðarháskólans (SLU), háskólans í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum og háskólans í Concepcion í Chile. Í þeirri ferð fékk hann einstakt tækifæri til að kynnast skógarmálum í þessu fjarlæga landi.

Erindið er opið öllum og er haldið í Ásgarði, aðalbyggingu Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri, kl. 17:00-17:45.

Ræktunarleiðbeiningar fyrir hindber

Með Fræðsla

Út eru komnar Ræktunarleiðbeiningar fyrir hindber.Ræktun utandyra, í plastskýlum og í gróðurhúsum. Ræktunarleiðbeiningarnar eru þróaðar sem hluti af verkefninu ATLANTBERRY (Framþróun berjaframleiðslu í atvinnuskyni á Norður-Atlantshafssvæðinu). ATLANTBERRY verkefnið er styrkt af NORA (Nordic Atlantic Cooperation), Sambandi garðyrkjubænda, Vaxtarsamningi Suðurlands; L/F Meginfelag Búnaðarmanna and Faroese Research Council (Færeyjar); Grønlandsbankens Erhvervsfond and Kommun Kujalleq (Grænland).

Hægt er að nálgast leiðbeiningarnar á heimasíðu Landbúnaðarháskóla Íslands (hér).

Fræðsluerindi: Í upphafi skyldi endinn skoða. Hversu há og gömul verða trén?

Með Fræðsla

Skógræktarfélag Kópavogs stendur fyrir fræðsluerindi mánudaginn 22. apríl, kl. 19:30 og fer það fram í Menntaskólanum í Kópavogi, stofu N15. Fyrirlesari er Sigríður Erla Elefsen.

Í daglegu umhverfi má víða finna „há og gömul tré“ en eru þau endilega svo „há og gömul“?. Meðan einhverjir standa frami fyrir háum trjám í görðum sínum eða sumarhúsalöndum, velta aðrir því fyrir sér hvað á að gróðursetja. Hvort sem hugað er að grisjun eða gróðursetningu gildir að sjá fyrir sér hvað verður. Í þessu erindi verða trjátegundir skoðaðar með tilliti til hæðar og aldurs. Einnig verður rætt lítillega um skjóláhrif og hvernig má hafa áhrif á þau.

 

Fræðslufundur: Yndisgróður í skógrækt

Með Fræðsla

Skógræktarfélag Kópavogs efnir til fræðslufundar um Yndisgróður í skógrækt mánudaginn 18. febrúar. Fyrirlesari er Samson B. Harðarson, landslagsarkitekt og lektor við Landbúnaðarháskóla Íslands

Fjallað verður um Yndisgróðursverkefnið og sagt frá ýmsum harðgerðum trjá- og runnategundum úr tilraunareitum verkefnisins, sem gagnast geta við að skreyta og þétta skógarjarða, skjólbelti og einnig til að auka fjölbreytileka og upplifun í yndisskógrækt. Heimasíða verkefnisins verður einnig kynnt og notkunarmöguleikar sýndir.

Fundartími er kl. 19:30-21:30 og er fundurinn haldinn í Menntaskólanum í Kópavogi, stofu N15. Gengið er inn frá Digranesvegi, austur – inngangur.

Aðgangseyrir: 500 kr

Allir velkomnir!