Skip to main content
Flokkur

Fræðsla

Viltu rækta ávaxtatré ?

Með Fræðsla

Skógræktarfélag Dýrafjarðar stendur fyrir fræðsluerindi um ávaxtatré laugardaginn 7. maí.
Jón Guðmundson garðyrkjufræðingur á Akranesi flytur fræðsluerindi um ræktun ávaxtatrjáa við íslenskar aðstæður.

Erindið verður haldið laugardaginn 7. maí í félagsheimilinu á Þingeyri kl. 16:00 ef næg þátttaka fæst

Aðgangseyrir: 2.000 kr. – í seðlum.

Áhugasamir þurfa að skrá sig í síma 893-1065 eða senda boð á netfangið: skjolskogar (hjá) skjolskogar.is.

Skógræktarfélag Dýrafjarðar

Opið hús skógræktarfélaganna – Skógarferð til Færeyja

Með Fræðsla

Opið hús skógræktarfélaganna að hausti verður fimmtudagskvöldið 7. október  og hefst kl. 20:00, í fundarsal á jarðhæð Arion-banka, Borgartúni 19. Gengið er inn um aðaldyr að austanverðu og er salurinn svo á vinstri hönd.

Sagt verður í máli og myndum frá skógarferð til Færeyja, sem Skógræktarfélag Íslands stóð fyrir nú í haust.  Ferðasagan verður rakin og fjallað um skóg- og trjárækt í Færeyjum.  Upplagt tækifæri til að kynnast minna þekktri hlið á eyjunum!

Skógræktarfélagið hefur um árabil staðið fyrir vinsælum kynnisferðum til annarra landa. Þetta hafa verið fjölsóttar ferðir, þar sem leið ferðalanga liggur oft um óhefðbundnar slóðir, fela í sér mikla náttúruskoðun og góða leiðsögn.

Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.

oh-fo
Skógarreiturinn Úti í Gröv (Mynd: RF).

Opið hús 20. apríl fellur niður

Með Fræðsla

Opið hús skógræktarfélaganna sem vera átti 20. apríl fellur því miður niður, vegna forfalla fyrirlesara. Stefnt er að því að halda það síðar á árinu og verður það þá að sjálfsögðu auglýst í tíma.

Fuglaverndarfélag Íslands: Fuglamerkingar fyrr og nú: Ný tækni til að njósna um ferðir fugla

Með Fræðsla

Fuglavernd verður með fræðsluerindi þriðjudaginn 13. apríl um merkingar fugla. Erindið flytur Guðmundur A. Guðmundsson, dýravistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands.

Guðmundur mun fjalla um fuglamerkingar í gegnum tíðina og þá hröðu þróun sem hefur átt sér stað í þeim á undanförnum áratugum. Hann mun kynna þá margvíslegu nýju tækni sem notuð er í dag til að fylgjast með ferðum einstakra fugla. Má þar nefna útvarpssenda, gagnarita margs konar og gervihnattasenda. Þessum  aðferðum fleygir mjög hratt fram og hátæknibúnaður þróast þannig að nákvæmni staðsetninga og upplausn í tíma eykst um leið og tækin minnka og léttast.  Smærri búnaður opnar möguleika til rannsókna á minni fuglum. Nýjar aðferðir verða kynntar og þeim lýst með dæmum um niðurstöður.

Fundurinn byrjar kl. 20:30 og er haldinn í húsakynnum Arion banka í Borgartúni 19. Fundurinn er öllum opinn svo lengi sem húsrúm leyfir. Aðgangur er ókeypis fyrir félaga í Fuglavernd en aðgangseyrir er 500 krónur fyrir aðra.  Á heimasíðu félagsins má finna frekari upplýsingar.

Opið hús skógræktarfélaganna: Kolefnisbinding og skógrækt

Með Fræðsla

Fimmta Opna hús ársins 2010 verður þriðjudagskvöldið 6. apríl og hefst kl. 20:00, í fundarsal á jarðhæð Arion-banka, Borgartúni 19. Gengið er inn um aðaldyr að austanverðu og er salurinn svo á vinstri hönd.

Bjarni Diðrik Sigurðsson, brautarstjóri Skógfræði og landgræðslu við Landbúnaðarháskóla Íslands, mun fjalla um kolefnisbindingu og skógrækt. Fjallað verður um kolefnishringrás jarðar og mikilvægi skóga og skógræktar í henni. Hverjir eru möguleikarnir að vinna á móti síhækkandi styrk gróðurhúsalofttegunda með skógrækt og öðrum breytingum á landnýtingu? Mikilvægi skógræktar og annarrar landnýtingar í mótvægisaðgerðum íslenskra stjórnvalda gegn loftslagsbreytingum. Einnig verður gefið yfirlit yfir íslenskar rannsóknir á kolefnisbindingu með skógrækt og stöðu þekkingar á þeim málum í dag.

Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.

oh-kolefnisbinding
Það eru ekki bara við mannfólki sem losar gróðurhúsalofttegundir út í andrúmsloftið – stundum sér náttúran um það sjálf, eins og í gosinu á Fimmvörðuhálsi (Mynd: BJ).

Opið hús skógræktarfélaganna: Eplatré á Íslandi

Með Fræðsla

Fjórða Opna hús ársins 2010 verður þriðjudagskvöldið 23. mars og hefst kl. 20:00, í fundarsal á jarðhæð Arion-banka, Borgartúni 19. Gengið er inn um aðaldyr að austanverðu og er salurinn svo á vinstri hönd.

Jón Guðmundsson garðyrkjufræðingur mun segja frá eplatrjám á Íslandi, en hann er þekktur í garðyrkjugeiranum fyrir ræktun sína, hefur honum tekist að rækta eplatré og önnur ávaxtatré í garðinum sínum, er stendur alveg niður við sjó. Einnig verður komið inn á önnur ávaxtatré, sem reynslan sýnir að geta vaxið hér á landi, ef vel er að hugað.

Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.

oh-eplatre
Girnileg epli á tré í Reykjavík (Mynd: RF).

 

Opið hús skógræktarfélaganna – Rannsókn á virði Heiðmerkur

Með Fræðsla

Þriðja Opna hús ársins 2010 verður þriðjudagskvöldið 9. mars og hefst kl. 20:00, í fundarsal á jarðhæð Arion-banka, Borgartúni 19. Gengið er inn um aðaldyr að austanverðu og er salurinn svo á vinstri hönd.

Daði Már Kristófersson, lektor í náttúruauðlindahagfræði hjá Háskóla Íslands, mun segja frá rannsókn sem gerð var á virði Heiðmerkur, en rannsóknin laut að mati á þeirri þjónustu sem vistkerfi veita samfélaginu. Notaðar voru mismunandi hagrænar aðferðir við að meta einstaka þjónustuþættir Heiðmerkur, en Heiðmörk er allt í senn, vatnsverndarsvæði, fjölbreytt útivistarsvæði og  vöxtulegt skóglendi.

Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.

oh-virdiheidmerkur
Hluti Heiðmerkur nú í febrúar (Mynd: BJ).

Opið hús skógræktarfélaganna – Nýja-Sjáland

Með Fræðsla

Annað Opna hús ársins 2010 verður þriðjudagskvöldið 23. febrúar og hefst kl. 20:00, í fundarsal á jarðhæð Arion-banka, Borgartúni 19. Gengið er inn um aðaldyr að austanverðu og er salurinn svo á vinstri hönd.

Einar Sæmundsen, upplýsingafulltrúi Þingvallaþjóðgarðs og Herdís Friðriksdóttir skógfræðingur, munu segja í máli og myndum frá ferð sinni til Nýja-Sjálands, en þau ferðuðust í tvo mánuði um landið, þegar Einar var að kynna sér starfsemi þjóðgarða þar.  

Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.

oh-nz
(Mynd: Herdís Friðriksdóttir).

Garðyrkjufélag Íslands: Fræðslufyrirlestur um ávaxtatré

Með Fræðsla

Þrátt fyrir tiltölulega ungan aldur er garðyrkjumeistarinn Jón Guðmundsson á Akranesi orðinn þjóðsagnapersóna í íslenska garðyrkjuheiminum! Hann er gaurinn sem fær allt til að vaxa og dafna í garði sínum á skjóllitlum fjörukambi við Faxaflóann. Ekkert lætur hann óreynt hvort sem það eru nú salatblöð eða eplatré! Hér mun sannur brautryðjandi ausa úr sjóðum reynslu sinnar og úthluta digrum fróðleiksmolum í þekkingarbúr áheyrenda sinna! Áhugavert, skemmtilegt og fræðandi! – Fræðslukvöld sem enginn má missa af.

Fyrirlesturinn er haldinn fimmtudaginn 18. febrúar í sal Orkuveitu Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, kl. 20:00. Aðgangseyrir á fræðslufundina er 500 kr. fyrir félaga og maka, en 800 kr. fyrir aðra.