Skip to main content
Flokkur

Fréttir frá skógræktarfélögum

Gunnfríðarstaðir – vinnukvöld og veitingar

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Vinnukvöld verður í Gunnfríðarstaðaskógi fimmtudaginn 22. júní 2017. Hafist verður handa um kl. 17 og verið að til kl. 20:00. Unnið verður við ýmsa umhirðu í skóginum við skógarkofann, dreginn út trjáviður, gróðursett, girðingarvinna og fleira.

 

B&S Restaurant verða með súpu og brauð fyrir skógargesti.

 

Skógarkveðja,

Skógræktarfélag Austur-Húnvetninga.

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar: Sýning Viðarvina

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Viðarvinir verða með sýningu á renndum, útskornum og tálguðum trémunum í bækistöðvum félagsins og Þallar laugardaginn 3. júní 2017. Sýningin stendur frá kl. 10:00 – 18:00. Viðarvinir eru hópur handverksfólks í Hafnarfirði sem hefur vinnuaðstöðu í Lækjarskóla. Viðarvinir munu m.a. sýna muni úr íslensku timbri, þar á meðal úr skógum Skógræktarfélags Hafnarfjarðar.

Allir eru velkomnir og er aðgangur er ókeypis. Opið verður í gróðrarstöðinni á sama tíma. Boðið verður upp á kaffi og kex.

Nánari upplýsingar í síma: 555-6455 (Skógræktarfélag Hfj.), 894-1268 (Steinar-Þöll) og 695-8083 (Sigurjón-Viðarvinum).

Styrktarsamningur við Arion-banka undirritaður

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Skógræktarfélag Íslands gerði nýlega samning við Arion-banka um stuðning bankans. Gildir samningurinn til þriggja ára og er styrkurinn tvískiptur. Annars vegar beinist styrkurinn í verkefni er heitir Skógarvist, Skógargátt og lýðheilsa, sem ætlað er að auka þekkingu almennings á skógum og auka aðgengi að upplýsingum um útivistarmöguleika í skógum landsins og hins vegar í almenna skógrækt, á eignalandi Skógræktarfélags Íslands að Úlfljótsvatni.

Var samningurinn undirritaður miðvikudaginn 5. apríl og skrifuð þau Halldór Harðarson og Anna Sigríður Kristjánsdóttir, fyrir hönd Arion-banka og Magnús Gunnarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands, undir samninginn.

Fagnar Skógræktarfélagið þessum samningi við bankann, enda löng saga stuðnings forvera Arion-banka (Búnaðarbankans og Kaupþings) við hin ýmsu skógræktarmál.

undirskriftarion1 640x426Magnús Gunnarsson og Halldór Harðarsson undirrita samninginn (Mynd: RF).

undirskriftarion2 640x426

F.v. Brynjólfur Jónsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Íslands, Magnús Gunnarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands, Anna Sigríður Kristjánsdóttir, aðstoðarmaður bankastjóra Arionbanka, og Halldór Harðarsson, markaðsstjóri Arionbanka, ánægð með nýja samninginn (Mynd: RF).

Jólatrjáasala hjá skógræktarfélögunum – síðustu dagar fyrir jól

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Skógræktarfélag Árnesinga er með jólatrjáasölu að Snæfoksstöðum dagana 21. – 23. desember, opið kl. 11-16.. Sjá heimasíðu félagsins – http://www.skogarn.is/

Björgunarsveitin Brák selur jólatré frá Skógræktarfélagi Borgarfjarðar í húsnæði Brákar, Pétursborg, dagana 21. – 23. desember kl. 16-20. Sjá Facebook-síðu félagsins: https://www.facebook.com/skograektarfelagborgarfjardar/

Skógræktarfélag Eyrarsveitar selur jólatré úr Brekkuskógi og Eiðisskógi fram að Þorláksmessu. Sjá Facebook-síðu félagsins: https://www.facebook.com/search/top/?q=sk%C3%B3gr%C3%A6ktarf%C3%A9lag%20eyrarsveitar

Jólatrjáa- og skreytingasala  Skógræktarfélags Hafnarfjarðar er opin alla daga kl. 10-18 – jólatré, tröpputré, kransar og fleira.  Sjá heimasíðu félagsins – http://www.skoghf.is/

Skógræktarfélag Mosfellsbæjar er með jólatrjáasölu í Hamrahlíð við Vesturlandsveg alla daga frá 10. desember til 23. desember. Opið kl. 10-16 um helgar og kl. 12-17 virka daga. Sjá heimasíðu félagsins – www.skogmos.net

 

Upplýsingar um jólatrjáasölur skógræktarfélaganna má einnig finna á heimasíðu Skógræktarfélags Íslands – www.skog.is/jolatre

Jólatrjáasölur skógræktarfélaga – fjórða helgi í aðventu

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Nú fjórðu helgi í aðventu (og næstu daga) má kaupa jólatré hjá ýmsum skógræktarfélögum:

 

Skógræktarfélag Akraness er með jólatrjáasölu í Slögu sunnudaginn 18. desember kl. 12-15. Sjá nánar á heimasíðu félagsins – www.skog.is/akranes/

Skógræktarfélag A-Húnvetninga er með jólatrjáasölu á Gunnfríðarstöðum helgina 17. – 18. desember kl. 11-15.

Skógræktarfélag Árnesinga er með jólatrjáasölu um helgina að Snæfoksstöðum, opið kl. 11-16. Sjá nánar á heimasíðu félagsins – http://www.skogarn.is/

Skógræktarfélag Borgarfjarðar er með jólatrjáasölu í Reykholti sunnudaginn 18. desember kl 11-15, í Grafarkoti helgina 17. – 18. desember kl. 11-15 í samstarfi við Björgunarsveitina Heiðar og í Holti sunnudaginn 18. desember kl. 11-15 í samstarfi við Björgunarsveitina Brák. Einnig verður Björgunarsveitin Brák með jólatrjáasölu í húsnæði Brákar, Pétursborg, dagana 21. – 23. desember kl. 16-20.

Skógræktarfélag Eyfirðinga er með jólatrjáasölu í Laugalandsskógi um helgina kl. 11-15. Sjá nánar á Facebook-síðu félagsins: https://www.facebook.com/Sk%C3%B3gr%C3%A6ktarf%C3%A9lag-Eyfir%C3%B0inga-155414624471507/?hc_ref=SEARCH&;fref=nf

Skógræktarfélag Eyrarsveitar selur jólatré úr Brekkuskógi og Eiðisskógi. Hefst salan helgina 17. – 18. desember. Sjá nánar á Facebook-síðu félagsins: https://www.facebook.com/Sk%C3%B3gr%C3%A6ktarf%C3%A9lag-Eyrarsveitar-462859850484023/?hc_ref=PAGES_TIMELINE&;fref=nf

Jólatrjáa- og skreytingasala Skógræktarfélags Hafnarfjarðar er opin alla daga kl. 10-18 – jólatré, tröpputré, kransar og fleira.  Sjá nánar á heimasíðu félagsins – http://www.skoghf.is/

Skógræktarfélag Mosfellsbæjar er með jólatrjáasölu í Hamrahlíð við Vesturlandsveg alla daga frá 10. desember til 23. desember. Opið kl. 10-16 um helgar og kl. 12-17 virka daga. Sjá heimasíðu félagsins – www.skogmos.net

Skógræktarfélagið Mörk er með jólatrjáasölu í Stóra-Hvammi, Fossi á Síðu, sunnudaginn 18. desember kl. 13-15.

Skógræktarfélag Reykjavíkur er með jólatrjáasölu um helgina á Jólamarkaðinum á Elliðavatni kl. 11-16:30 og í Jólaskóginum á Hólmsheiði kl. 11-16. Sjá nánar á Facebook-síðu markaðarins: https://www.facebook.com/heidmork/ og heimasíðu félagsins – http://heidmork.is/

Skógræktarfélög Kópavogs, Mosfellsbæjar, Kjalarness og Kjósarhrepps eru með jólatrjáasölu á Fossá í Hvalfirði allar helgar fram að jólum kl. 10-16.

 

Upplýsingar um jólatrjáasölur skógræktarfélaganna má einnig finna á heimasíðu Skógræktarfélags Íslands – www.skog.is/jolatre

Jólatrjáasölur skógræktarfélaga – þriðja helgi í aðventu

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Nú þriðju helgi í aðventu (og næstu daga) má kaupa jólatré hjá ýmsum skógræktarfélögum:

Skógræktarfélag Akraness er með jólatrjáasölu í Slögu sunnudaginn 11. desember kl. 12-15. Sjá nánar á heimasíðu félagsins – https://www.skog.is/akranes/

Skógræktarfélag Austurlands er með jólatrjáasölu í Eyjólfsstaðaskógi helgina 10.-11. desember kl. 12-15.

Skógræktarfélag Árnesinga er með jólatrjáasölu um helgina að Snæfoksstöðum, opið kl. 11-16. Sjá nánar á heimasíðu félagsins – http://www.skogarn.is/

Skógræktarfélag Dýrafjarðar er með jólatrjáasölu sunnudaginn 11. desember kl. 13-15 að Söndum.

Skógræktarfélag Eyfirðinga er með jólatrjáasölu í Laugalandsskógi um helgina kl. 11-15. Sjá nánar á Facebook-síðu félagsins: https://www.facebook.com/Sk%C3%B3gr%C3%A6ktarf%C3%A9lag-Eyfir%C3%B0inga-155414624471507/?hc_ref=SEARCH&;fref=nf

Jólaskógur Skógræktarfélags Garðabæjar er í Sandahlíð ofan við Vífilsstaðavatn laugardaginn 10. desember kl. 12-16. Sjá nánar á heimasíðu félagsins – http://www.skoggb.is/

Jólatrjáa- og skreytingasala Skógræktarfélags Hafnarfjarðar er opin alla daga kl. 10-18 – jólatré, tröpputré, kransar og fleira.  Sjá nánar á heimasíðu félagsins – http://www.skoghf.is/

Skógræktarfélag Ísafjarðar er með jólatrjáasölu í reit ofan Bræðratungu laugardaginn 10. desember kl. 13-15.

Skógræktarfélag Mosfellsbæjar er með jólatrjáasölu í Hamrahlíð við Vesturlandsveg alla daga frá 10. desember til 23. desember. Opið kl. 10-16 um helgar og kl. 12-17 virka daga. Sjá heimasíðu félagsins – www.skogmos.net

Skógræktarfélag Reykjavíkur er með jólatrjáasölu um helgina á Jólamarkaðinum á Elliðavatni kl. 11-16:30 og í Jólaskóginum á Hólmsheiði kl. 11-16. Sjá nánar á Facebook-síðu markaðarins: https://www.facebook.com/heidmork/ og heimasíðu félagsins – http://heidmork.is/

Skógræktarfélag Skilmannahrepps er með jólatrjáasölu í Álfholtsskógi laugardaginn 10. desember kl. 12-16.

Skógræktarfélög Kópavogs, Mosfellsbæjar, Kjalarness og Kjósarhrepps eru með jólatrjáasölu á Fossá í Hvalfirði allar helgar fram að jólum kl. 10-16.

 

Upplýsingar um jólatrjáasölur skógræktarfélaganna má einnig finna á heimasíðu Skógræktarfélags Íslands – www.skog.is/jolatre

Jóla – og tækifæriskort Skógræktarfélags Íslands árið 2016

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Jóla – og tækifæriskort Skógræktarfélags Íslands árið 2016 er væntanlegt í lok vikunnar. Kortið prýðir mynd eftir listamanninn Wu Shan Zhuan og prýðir sú mynd einnig forsíðu 2. heftis Skógræktarritsins 2016.

Ekkert er prentað inn í kortin, þannig að þau nýtast áfram eftir jól sem afmæliskort, boðskort eða hvað sem fólki dettur í hug.

Kortin eru seld 10 saman í pakka með umslögum á kr. 2.000.

Hægt er að nálgast kortin á skrifstofu Skógræktarfélags Íslands, í Þórunnartúni 6, 2. hæð (inngangur við antikbúðina). Einnig eru til nokkrar gerðir af eldri kortum (sjá hér), á kr. 1.000 fyrir 10 stykki.

Hægt er að panta kortin í síma 551-8150 eða með tölvupósti til skog@skog.is og fá þau póstsend, en þá bætist við póstburðargjald.

tkort2016


Myndasýning úr frönsku Ölpunum

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Skógræktarfélag Garðabæjar býður til myndakvölds um ferð skógræktarfélaganna um frönsku Alpana dagana 13. – 20. september 2016.

Myndakvöldið verður haldið mánudaginn 7. nóvember í Safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli við Kirkjulund og hefst kl. 20:00.

Sigurður Þórðarson mun segja frá ferðinni í máli og myndum. Ferðin var skipulögð af

Skógræktarfélagi Íslands í samvinnu við ferðaskrifstofuna Trex.

Allir velkomnir!

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar: afmæliskaffi

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar er stofnað 25. október 1946 og fagnar því sjötíu ára afmæli í ár. Af því tilefni er félögum og velunnurum boðið til kaffisamsætis í Hafnarborg laugardaginn 5. nóvember kl. 15:00 – 17:00.

„Þó nokkrir Hafnfirðingar voru meðal stofnfélaga Skógræktarfélags Íslands þegar félagið var stofnað alþingishátíðarárið 1930. Enn fleiri bættust í hópinn á næstu árum enda fór áhugi á skógrækt vaxandi í bænum. Skógræktarfélag Íslands starfaði á þessum tíma sem samnefnari fyrir héraðsfélögin og um leið sem héraðsfélag fyrir skógræktarfólk í Reykjavík og Hafnarfirði. Þetta skipulag var þungt í vöfum og því var ákveðið haustið 1946 að breyta til og stofna sérstök héraðsfélög í Hafnarfirði og Reykjavík. Skógræktarfélag Íslands starfaði eftirleiðis sem sambandsfélag allra skógræktarfélaga í landinu. Þessi breyting átti sér stað með formlegum hætti þann 24. október 1946 og daginn eftir, 25. október, síðasta dag sumars, komu hafnfirskir skógræktarmenn saman til fundar og stofnuðu Skógræktarfélag Hafnarfjarðar“ (Lúðvík Geirsson, 1996, Græðum hraun og grýtta mela).