Skip to main content
Flokkur

Skógargöngur

Skógar-, fræðslu- og upplifunarganga hjá Skógræktarfélagi Kópavogs

Með Skógargöngur

Skógræktarfélag Kópavogs efnir til dags Náttúruupplifunar og útivistar þriðjudagskvöldið 26. júní undir leiðsögn Gunnars Gunnarssonar íþrótta- og heilsufræðings.

Hvar er betra að rækta heilsuna en í undir berum himni í fallegu umhverfi? Gunnar ætlar að leiða þátttakendur á vit nýrra ævintýra og tengja saman náttúruupplifun og útivist til þess að auka andlega og líkamlega vellíðan og um leið styrkja bæði sjálfsmynd og sjálfstraust.

Dagskráin er ætluð jafnt börnum sem fullorðnum. Hafið gjarnan með smá nesti og eitthvað að drekka.

Lagt verður af stað frá aðalinngangi Guðmundarlundar klukkan 19:30.

Nánari upplýsingar á heimasíðu Skógræktarfélags Kópavogs (hér).

Skógarganga í Álfholtsskógi

Með Skógargöngur

Skógræktarfélag Skilmannahrepps stendur fyrir skógargöngu í Álfholtsskógi þriðjudaginn 26. júní og hefst hún kl. 20:00.

Upphafsstaður er í Furuhlíð. Beygt er af þjóðvegi 1 inn á Akranesveg og tekinn fyrsti afleggjari til vinstri.
 
Gengið verður um gróna stíga og skoðaður vöxtur trjáa.

Kaffi á eftir í Furuhlíð.

Allir velkomnir.

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar: Skógarganga í Seldal

Með Skógargöngur

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar efnir til göngu um landgræðsluskóga-svæði félagsins í Seldal fimmtudagskvöldið 21. júní kl. 20.00. Lagt verður af stað frá bílastæðinu við vesturenda Hvaleyrarvatns þar sem áður stóð hús á vegum bæjarins.

Skógrækt í Seldal hófst árið 1990 sama ár og landgræðsluskóga-átakið hófst á landsvísu.

Nánari upplýsingar má nálgast í síma félagsins: 555-6455.

Skógarganga hjá Skógræktarfélagi Mosfellsbæjar 19. júní

Með Skógargöngur

Skógræktarfélag Mosfellsbæjar stendur fyrir skógargöngu um nýja stíginn í Æsustaðahlíð. Gott útsýni er yfir Mosfellsdalinn frá stígnum og ætlar Bjarki Bjarnason að fræða göngufólk um það sem fyrir augu ber. Mæting er við planið við kartöflugarðana í Skammadal og hefst gangan kl. 20:00.

Léttar veitingar verða að göngu lokinni.

Allir velkomnir.

Fræðsluganga um Selhóla í Lækjarbotnum – Gróður, jarðfræði og saga

Með Skógargöngur

Skógræktarfélag Kópavogs efnir til fræðslugöngu þriðjudagskvöldið 12. júní undir leiðsögn Friðriks Baldurssonar garðyrkjustjóra Kópavogs og Gísla Bragasonar jarðfræðings.

Í Lækjarbotnum er áhugavert útvistarsvæði í fögru umhverfi sem þó fáir vita af. Horft verður sérstaklega til gróðurs, jarðfræði og sögu staðarins. 

Lagt verður af stað í gönguna frá bílastæði skammt frá Tröllabörnum  við Suðurlandsveg kl. 19:30.

Fræðslugangan er samstarfsverkefni Skógræktarfélags Kópavogs og Skógræktarfélags Íslands.

 

skkop-ganga1206

Atvinnuátak í Kópavogi

Með Skógargöngur

60 manns fá vinnu við skógrækt og umhirðu á umsjónarsvæðum Skógræktarfélags Kópavogs í sumar. Störfin verða aðallega unnin í Guðmundarlundi og í Selfjalli í Lækjarbotnum.
Atvinnuátakið er samstarfsverkefni Skógræktarfélags Íslands, Skógræktarfélags Kópavogs og Kópavogsbæjar. Magnús Gunnarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands, Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs og Bragi Michaelsson, formaður Skógræktarfélags Kópavogs, undirrituðu samning um atvinnuátakið í Ráðhúsi Kópavogs föstudaginn 8. júní. Samningurinn jafngildir allt að 10 ársverkum (120 mannmánuðum).

Samningurinn er hluti af atvinnuátaki Skógræktarfélags Íslands sem nær um land allt. Í nafni átaksins hafa verið sköpuð um 50 ársverk á hverju ári síðan 2009 og stefnir í að svipaður fjöldi starfa verði til á þessu ári. Líkt og fyrri ár verða stærstu verkefnin að þessu sinni í Reykjavík, Garðabæ og Kópavogi.

atvatakkop

F.v. Magnús Gunnarsson, Ármann Kr. Ólafsson og Bragi Michaelsson við undirritunina (Mynd:EJ).

 

Fuglaskoðunarferð hjá Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar

Með Skógargöngur

Hin árlega fuglaskoðunarferð Skógræktarfélags Hafnarfjarðar verður laugardaginn 2. júní kl. 10.00. Lagt er af stað frá bækistöðvum félagsins og Þallar við Kaldárselsveg. Skoðunarferðin tekur um tvær stundir. Leiðsögumenn verða vanir fuglaskoðarar.

fuglaskodun

Hettusöngvari. Mynd: Björgvin Sigurbergsson.


Skógræktarfélag Garðabæjar: Vinnukvöld

Með Skógargöngur

Skógræktarfélag Garðabæjar verður með vinnukvöld þriðjudaginn 15. maí . Til stendur að fara í hreinsunarátak á skógræktarsvæðunum. Mæting er við Aðstöðu, við Elliðavatnsveg, kl. 20:00.

Allir velkomnir.
Skógræktarfélag Garðabæjar