Skip to main content

Fræðsluganga um Selhóla í Lækjarbotnum – Gróður, jarðfræði og saga

Með 12. júní, 2012febrúar 13th, 2019Skógargöngur

Skógræktarfélag Kópavogs efnir til fræðslugöngu þriðjudagskvöldið 12. júní undir leiðsögn Friðriks Baldurssonar garðyrkjustjóra Kópavogs og Gísla Bragasonar jarðfræðings.

Í Lækjarbotnum er áhugavert útvistarsvæði í fögru umhverfi sem þó fáir vita af. Horft verður sérstaklega til gróðurs, jarðfræði og sögu staðarins. 

Lagt verður af stað í gönguna frá bílastæði skammt frá Tröllabörnum  við Suðurlandsveg kl. 19:30.

Fræðslugangan er samstarfsverkefni Skógræktarfélags Kópavogs og Skógræktarfélags Íslands.

 

skkop-ganga1206