Skip to main content

Fuglavernd: Fuglar í Færeyjum

Með 9. nóvember, 2010febrúar 13th, 2019Fundir og ráðstefnur

Talsvert hefur verið skrifað um fugla í Færeyjum og ná sumar heimildir aftur til 16. aldar. Nýlegar rannsóknir hafa leitt af sér áætlanir um stofnstærðir, misnákvæmar, en leiða að því líkum að færeyskum fuglum sé að fækka. Ýmsar hættur steðja að fuglunum og er þekkt vandamál ofbeit sauðfjár og rottur en nýrra vandamál er aukin ferðamennska í eyjunum.

Þann 9. nóvember næstkomandi verður Fuglavernd með fræðslufund um fugla í Færeyjum. Þá mun Leivur Janus Hansen frá Náttúruminjasafni Færeyja halda erindi um færeyska fugla. Erindið verður á ensku.

Fundurinn byrjar kl. 20:30 og er haldinn í húsakynnum Arion-banka í Borgartúni 19. Fundurinn eru öllum opinn svo lengi sem húsrúm leyfir. Aðgangur er ókeypis fyrir félaga í Fuglavernd en aðgangseyrir er 500 krónur fyrir aðra.

Finna má frekari upplýsingar á vef Fuglaverndar (hér).