Skip to main content

Græni trefillinn

Græni trefillinn er samheiti yfir skógræktar- og útivistarsvæði á útmörk sveitarfélaganna sjö á höfuðborgarsvæðinu. Hann var  staðfestur í Svæðisskipulagi fyrir höfuðborgarsvæðið árið 2002 sem og aðalskipulagi einstakra sveitarfélaga.

Aðalfundi Skógræktarfélags Íslands 2004 var samþykkt tillaga, þar sem óskað var eftir því við stjórn félagsins að hún beitti sér fyrir verkefninu um Græna trefilinn og var því veturinn 2005 kallaður saman starfshópur fulltrúa skógræktar- og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.  Eftir viðræður við stjórn Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) fól stjórn SSH  Skógræktarfélagi Íslands, í samstarfi við starfshópinn, að vinna að tillögum um Græna trefilinn. Niðurstöður þeirrar vinnu voru settar fram í skýrslu árið 2006, en megin tillaga hennar var að leggja stíg – Græna stíginn – eftir Græna treflinum endilöngum, sem myndi tengja núverandi útivistarsvæði saman og þannig hjálpa til við að gera Græna trefilinn að einni heild.  Árið 2008 var svo hafin vinna við frekari útfærslu Græna stígsins, með því að vinna drög að legu stígsins í samstarfi við sveitarfélögin og er sú vinna langt komin.

Nánar má kynna sér verkefnið í eftirfarandi skjölum:

Græni trefillinn – Skýrsla til stjórnar sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) (pdf  – 1 Mb)

Græni trefillinn – kynning á verkefni 2006 (pdf – 6,5 Mb)

Grænn stígur í Græna treflinum – frumdrög, kynning fyrir SSH 2009 (pdf -2 Mb)