English website
Skógardagur Skógræktarfélagsins Merkur
Sunnudagur, 23. ágúst 2009 00:00

Skógardagur Skógræktarfélagsins Merkur verður haldinn í skógarreit félagsins að Hnausafit í Meðallandi sunnudaginn 23. ágúst og hefst kl. 15:00.

Mætum kl. 15 á bæjarhlaðinu  á Syðri-Fljótum í Meðallandi. Jeppavegur er að skógarreitnum,  skiljum því  fólksbíla eftir á Fljótum og sameinumst í jeppana. Ökum sem leið liggur að okkar fallega skógarreit á Hnausafit.

Við munum skoða skóginn, grilla og eiga notalega samverustund. Guðmundur Óli mætir með nikkuna. Veitingar í boði skógræktarfélagsins. Allir hjartanlega velkomnir.


Skógræktarfélagið Mörk, Kirkjubæjarklaustri.