English website
Árstíðaskipti í skóginum
Miðvikudagur, 07. október 2009 11:22

Veturinn minnti rækilega á sig á höfuðborgarsvæðinu núna í byrjun vikunnar, með hvítri jörð og kulda. Eins og sjá má á myndunum, sem teknar eru í Heiðmörk með um tveggja vikna millibili, býður skógurinn alltaf upp á fallegt umhverfi, óháð árstíma. Frá fallegum haustlitum um miðjan september, til snævi þakinna blaða og greina í byrjun október.

arstidaskipti2

Hinn sígræni litur barrtrjánna kallast skemmtilega á við rauða og gula hausttóna laufviðarins (Mynd: RF).

arstidaskipti

Enn má sjá glitta í haustliti laufanna undir snjónum, sem skapar skemmtilega stemningu (Mynd: Kristján Bjarnason).