English website
Ný heimasíða Skógfræðingafélags Íslands
Mánudagur, 01. febrúar 2010 10:46

Heimasíðan er mjög einföld að allri gerð, en það er samt von stjórnar félagsins að hún muni nýtast félagsmönnum og öðrum sem áhuga hafa á málefnum sem varða skógrækt á Íslandi. Það er hverju félagi nauðsynlegt að hafa einhvern miðil til að geta átt stöðug og góð samskipti bæði við félagsmenn sína og aðra sem félagið vill ná til. Skortur á slíkum miðli hefur staðið annars góðu starfi Skógfræðingafélagsins fyrir þrifum.

Síðuna má skoða hér. Ábendingar eða fréttir á síðuna má senda til stjórnar – stjorn@skogfraedi.is.