English website
Fuglavernd: Fuglaskoðun í Fossvogskirkjugarði
Sunnudagur, 31. október 2010 00:00

Fuglavernd stendur fyrir fuglaskoðun í Fossvogskirkjugarði sunnudaginn 31. október. Lagt verður af stað frá bílastæðinu við Fossvogskirkju kl. 14. Edward Rickson fuglaskoðari með meiru mun leiða gönguna. Veðurspáin er ágæt og mikið fuglalíf í garðinum um þessar mundir.

Upplagt að kíkja á haustliti og ber á trjánum í leiðinni!

Munið eftir að taka sjónaukann með.

Allir velkomnir.