English website
Ný bók: Lífssaga Margrétar í Dalsmynni
Þriðjudagur, 23. nóvember 2010 11:37

Út er komin bókin Með létt skap og liðugan talanda – lífssaga Margrétar í Dalsmynni, eftir Önnu Kristine Magnúsdóttur.  Margréti Guðjónsdóttir í Dalsmynni þarf vart að kynna fyrir skógræktarfólki, en hún hefur verið formaður Skógræktarfélags Heiðsynninga til margra ára og verið virkur þátttakandi í ýmsum samkomum skógræktarfélaga, sérstaklega aðalfunda Skógræktarfélags Íslands.

Auk þess að vera landsfræg skógræktarkona er Margrét hagyrðingur og ellefu barna móðir.  Auk sinna eigin barna tók Margrét, ásamt Guðmundi manni sínum, mörg börn í sveit á hverju sumri og í bókinni segja mörg þeirra frá ævintýralegri dvöl í Dalsmynni. Bókin er full af fróðleik og skemmtun, enda Margrét ekkert að skafa af hlutunum.

Nánar má kynna sér bókina á heimasíðu Bókaútgáfunnar Hóla (hér).

 

margretarbok