English website
Skógarganga hjá Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar
Fimmtudagur, 23. júní 2011 00:00

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar stendur fyrir skógargöngu í Höfðaskógi fimmtudagskvöldið 23. júní. Lagt verður af stað frá Gróðrarstöðinni Þöll kl. 20.00 og tekur gangan rúma klukkustund.

Félagið býður upp á kaffisopa að göngu lokinni.

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar fagnar sextíu og fimm ára afmæli í ár og verða fleiri skógargöngur farnar í sumar til að kynna skógræktarsvæði félagsins.