English website
Skógarganga í Stóra-Skógarhvamm
Laugardagur, 20. ágúst 2011 00:00
Í tilefni Alþjóðlegs árs skóga efnir Skógræktarfélag Hafnarfjarðar til skógargöngu í Stóra-Skógarhvamm í Undirhlíðum laugardaginn kemur, 20. ágúst. Lagt verður af stað frá Vatnsskarðsnámum við Krýsuvíkurveg kl. 10.00 árdegis. Leiðsögumenn verða Árni Þórólfsson, Pétur Sigurðsson og Steinar Björgvinsson. Skógrækt hófst í Stóra-Skógarhvammi 1959 af drengjum í Vinnuskóla bæjarins undir stjórn Hauks Helgasonar skólastjóra.