English website
Laufblaðið, fréttablað skógræktarfélaganna, er komið út
Mánudagur, 02. apríl 2012 13:17

Fyrsta tölublað Laufblaðsins 2012 er komið út. Blaðið er fjölbreytt og fróðlegt að vanda og prýtt fjölda mynda.

Meðal efnis í þessu blaði má nefna umfjöllun um heimasíður skógræktarfélaga, vísi að trjásafni í Hálsaskógi, fræðsluferð til Þýskalands, ljóða- og ritgerðasamkeppni Yrkjusjóðs, Geirasel í Fossselsskógi, nýja eigendur að Úlfjótsvatni, sleðahundakeppni í Kjarnaskógi, nýja sókn í Breiðdal, sumardagskrá skógræktarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og fleira.

Laufblaðið er sent öllum félagsmönnum skógræktarfélaganna í tölvupósti. Þeir félagsmenn sem ekki fá blaðið í hendur með skilum eru beðnir um að láta skrifstofu Skógræktarfélagsins vita, á netfangið skog (hjá) skog.is eða í síma 551-8150 (athugið að skrifstofa félagsins er lokuð fram yfir páska vegna viðgerða á húsnæðinu).

Eldri eintökum Laufblaðsins má fletta á heimasíðu Skógræktarfélags Íslands (hér).

Ábendingar varðandi efni blaðsins sendist á netfang ritstjóra: rf (hjá) skog.is.