English website
Málþing og vinnustofa um lýðheilsu, útivist og náttúruvernd
Miðvikudagur, 16. maí 2012 00:00

Embætti landlæknis ásamt Umhverfisstofnun  stendur að málþingi undir yfirskriftinni Er hægt að auka útiveru Íslendinga? Málþingið fer fram miðvikudaginn 16. maí á Grand Hótel í Háteigi A, kl. 9:00 – 16:00. Því er ætlað að skapa umræðuvettvang fyrir fólk sem starfar innan heilbrigðiskerfisins, á sviði sveitarstjórna, umhverfis- og skipulagsmála og í útivistargeiranum. Skráning er til og með 14. maí, á netfanginu kristjanthor (hjá) landlaeknir.is.

Nánari upplýsingar á heimasíðu landlæknis (hér).