English website
Dregið í Netfangaleik Laufblaðsins
Þriðjudagur, 15. maí 2012 10:33

Búið er að draga út vinningshafa í Netfangaleik Laufblaðsins, en allir félagar í skógræktarfélögum sem skráðir eru með virkt netfang voru með í pottinum. Dregið var í gær, mánudaginn 14. maí. Þrír vinningshafar voru dregnir út og fær hver kr. 7.500 til nota í ræktuninni. Vinningshafarnir eru:

Árelía Eydís Guðmundsdóttir, Reykjavík
Nanna Guðný Sigurðardóttir, Hafnarfirði
Friðrikka Jóhanna Jakobsdóttir, Dalvík

Skógræktarfélag Íslands óskar þeim til hamingju og vonar að vinningarnir komi að góðum notum í gróandanum.