English website
Skógarganga hjá Skógræktarfélagi Mosfellsbæjar 19. júní
Þriðjudagur, 19. júní 2012 00:00

Skógræktarfélag Mosfellsbæjar stendur fyrir skógargöngu um nýja stíginn í Æsustaðahlíð. Gott útsýni er yfir Mosfellsdalinn frá stígnum og ætlar Bjarki Bjarnason að fræða göngufólk um það sem fyrir augu ber. Mæting er við planið við kartöflugarðana í Skammadal og hefst gangan kl. 20:00.

Léttar veitingar verða að göngu lokinni.

Allir velkomnir.