English website
Skógarganga í Álfholtsskógi
Þriðjudagur, 26. júní 2012 00:00

Skógræktarfélag Skilmannahrepps stendur fyrir skógargöngu í Álfholtsskógi þriðjudaginn 26. júní og hefst hún kl. 20:00.

Upphafsstaður er í Furuhlíð. Beygt er af þjóðvegi 1 inn á Akranesveg og tekinn fyrsti afleggjari til vinstri.
 
Gengið verður um gróna stíga og skoðaður vöxtur trjáa.

Kaffi á eftir í Furuhlíð.

Allir velkomnir.