English website
Unnið í skóginum á Gunnfríðarstöðum
Miðvikudagur, 11. júlí 2012 12:26

Nú er unnið hörðum höndum við grisjunarvinnu í Gunnfríðarstaðaskógi og hafa ungmenni frá Blöndustöð séð um þá vinnu með formanni Skógræktarfélags A-Húnvetninga.

Árásir geitunga hafa tafið vinnu litla stund flesta dagana en eftir að mesti sársaukinn er liðinn hjá er vinnu haldið áfram.

Stúlka frá Japan var með hópnum einn dag í skóginum við myndatöku, en hún átti ekki von á skógi í Húnavatnssýslu.

Skógræktarfélag Austur – Húnvetninga vill minna á aðalfund Skógræktarfélags Íslands dagana 24. – 26. ágúst á Blönduósi. Viljum sjá sem flesta í Húnaþingi til að teiga af menningunni með okkur.

gunnfrid1
Trjáviðurinn borinn út úr skóginum við bæjarrústirnar á Gunnfríðarstöðum (Mynd: Páll Ingþór Kristinsson).

 

Ungmenni úr Blöndustöð og einn gestur frá Japan (Mynd: Páll Ingþór Kristinsson).