English website
Nýtt Rit Mógilsár komið út
Þriðjudagur, 11. desember 2012 15:35

Út er komið nýtt hefti í ritröðinni Rit Mógilsár. Heftið er eftir Arnór Snorrason, sérfræðing á Mógilsá og heitir Mat á kolefnisbindingu og arðsemi nýskógræktar á fjórum svæðum Skógræktar ríkisins. Ritið er ókeypis og er hægt að hlaða því niður af heimasíðu Skógræktar ríkisins (hér). Þar er einnig hægt að nálgast eldri hefti í ritröðinni.