English website
Skógræktarfélag Kópavogs: Fræðsluerindi um klippingar runna
Mánudagur, 21. janúar 2013 00:00

Skógræktarfélag Kópavogs efnir til fræðsluerindis í Menntaskólanum í Kópavogi mánudaginn 21. janúar kl. 19:30. Kristinn H. Þorsteinsson garðyrkjufræðingur flytur erindi og ætlar að fjalla í máli og myndum um klippingar á runnum, vaxtarlag þeirra og viðbrögð við klippingu. Sérstök áhersla verður lögð á berjarunna og rósir.

Gengið er inn í Menntaskóla Kópavogs frá Digranesvegi um aðalinngang. Salurinn er á 1. hæð. Kaffiveitingar, inngangseyrir 500 kr.

Allir velkomnir.

Fræðsludagskrá vetrarins má nálgast á heimasíðu Skógræktarfélags Kópavogs - www.skogkop.net.