English website
Pödduganga í Kjarnaskógi
Laugardagur, 13. júlí 2013 00:00

Laugardaginn 13. júlí næstkomandi mun Bjarni Guðleifsson náttúrufræðingur leiða pöddugöngu í Kjarnaskógi. Lagt verður af stað frá Kjarnakoti kl. 13:30 en Bjarni mun fræða þáttakendur um hvaða smádýr leynast í skógarbotninum auk þess sem hægt verður að skoða sum þeirra í víðsjá að göngu lokinni og þiggja léttar veitingar.


Allir velkomnir!