English website
Skógræktarfélag Kópavogs: Fræðsluganga - Rétt við bæjardyrnar - gróður og jarðfræði
Þriðjudagur, 23. júlí 2013 00:00

Skógræktarfélag Kópavogs stendur fyrir fræðslugöngu þriðjudaginn 23. júlí og hefst gangan kl. 19:30. Lagt er upp frá bílastæði við Guðmundarlund. Gengið verður að Arnarbæli og þaðan um Vatnsendahlíð til baka í Guðmundarlund.

Frætt verður um margvísleg jarðfræðifyrirbrigði sem fyrir augu bera á leiðinni og skógræktarsögu svæðisins gerð skil. Leiðsögumenn eru Hreggviður Norðdahl og Bragi Michaelsson.

Allir velkomnir.


Leiðir að Guðmundarlundi má sjá á heimasíðu Skógræktarfélags Kópavogs (hér).