English website
Opið hús skógræktarfélaganna: Ferðalag um skóga Kaliforníu
Fimmtudagur, 06. mars 2014 00:00

Fyrsta Opna hús ársins 2014 verður haldið fimmtudagskvöldið 6. mars og hefst það kl. 20:00, í fundarsal Garðyrkjufélags Íslands að Síðumúla 1 (gengið inn frá Ármúla).

Gústaf Jarl Viðarsson, skógfræðingur hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur, segir í máli og myndum frá ferðalagi um skóga Kaliforníu síðast liðið haust.

Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.

oh1