Skip to main content
Daily Archives

23. júní, 2018

Líf í lundi laugardaginn 23. júní

Með Ýmislegt

Líf í lundi er útivistar- og fjölskyldudagur í skógum landsins, sem skógaraðilar á Íslandi standa sameiginlega að. Markmið hans er að fá almenning til að heimsækja skóga landsins og stunda hreyfingu, njóta samveru og upplifa skóga og náttúru landsins. Boðið verður upp á fjölmarga viðburði í skógum landsins um land allt á laugardeginum 23. júní. Að deginum standa Skógræktarfélag Íslands og aðildarfélög þess, Skógræktin og Landssamtök skógareigenda, í samvinnu við aðrar stofnanir og félagasamtök, auk þess sem Arion banki styður almennt við verkefnið.

Nánari upplýsingar um viðburði verður hægt að finna á Skógargátt-vefsíðunni – https://www.skogargatt.is/ og á Facebook-síðu Líf í lundi – https://www.facebook.com/lifilundi/, auk þess sem einstakir viðburðahaldarar verða með kynningu á sínum miðlum.

 

Viðburðir:

Ferðafélag Íslands: Skógarganga í Ferðafélagsreitnum í Heiðmörk kl. 10:30. Gönguferð og F.Í. ratleikurinn.

Garðyrkjufélag Íslands og Grasagarður Reykjavíkur: Fræðsluganga í Kálfamóa við Keldur kl. 13. Jóhann Pálsson segir frá gróðri og gróðurframvindu á svæðinu.

Skógræktarfélag Akraness: Skógardagur í Slögu. Tálgun, bakstur yfir eldi, axarkast og fleira.

Skógræktarfélag Austur-Húnvetninga: Skógardagur að Gunnfríðarstöðum kl. 14. Fræðsla, skógarganga, ketilkaffi og fleira.

Skógræktarfélag Austurlands, Skógræktin, Félag skógarbænda á Austurlandi og fleiri: Skógardagurinn mikli 2018 í Mörkinni, Hallormsstað kl. 12-16. Söngur, þrautir, tónlist, skógarhöggskeppni, skemmtiskokk, grill og fleira.

Skógræktarfélag Bíldudals: Skógardagur í Seljaskógi kl. 13. Skógarganga, listaverkagerð og skógarhressing.

Skógræktarfélag Borgarfjarðar, Skógræktin og Félag skógarbænda á Vesturlandi: Skógardagur í Selskógi í Skorradal kl. 13-16. Skógarganga, tálgun, leikir, ketilkaffi og fleira.

Skógræktarfélag Djúpavogs: Samvera í Hálsaskógi kl. 19. Leikir, skógarskoðun, kaffi og lummur.

Skógræktarfélag Eyfirðinga, Skógræktin, Félag skógarbænda á Norðurlandi, Sólskógar og Akureyrarbær: Skógardagur Norðurlands kl. 14-17. Skógarganga, skúlptúragerð með keðjusög, flautugerð, tálgun, leikir, skógarkaffi og með því.

Skógræktarfélag Garðabæjar og Skógræktarfélag Íslands: Fullveldisgróðursetning í Sandahlíð kl. 14-16. Hægt að mæta hvenær sem er og prófa að gróðursetja.

Skógræktarfélag Grindavíkur: Skógardagur í Selskógi kl. 10-12. Fróðleikur, tálgað í tré og brauð á teini.

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar og Íshestar: Fjölskyldudagur í Höfðaskógi kl. 14-17. Skógarganga, ratleikur og hressing, yngri kynslóðin fær að prófa að fara á hestbak.

Skógræktarfélag Kópavogs: Gróðursetning aldingarðs í Guðmundarlundi kl. 16. Fræðsla um ræktun aldintrjáa og berjarunna, grill og gleði.

Skógræktarfélag Mosfellsbæjar: Skógardagur í Meltúnsreit kl. 11-13. Ketilbjölluæfingar, axarkast, leikir, eldað yfir eldi og fleira.

Skógræktarfélag Reykjavíkur og Ásatrúarfélagið: Skógarblót í Öskjuhlíð kl. 21. Auk blóts gefst gestum tækifæri til að kíkja á hof Ásatrúarfélagsins, sem er í byggingu.

Skógræktarfélag Skilmannahrepps: Skógarganga í Álfholtsskógi kl. 13-15. Fræðsla, kaffi og með því.

Skógræktarfélag Suður-Þingeyinga: Skógardagur í Fossselsskógi kl. 13. Fræðsla og þrautir fyrir börnin.

Skógræktarfélagið Landbót: Skógardagur í skógarlundi í Vopnafirði, utan og ofan við Lónin. Ratleikur, skógarfræðsla og fleira.

Skógræktarfélagið Skógfell: Ganga að Háabjalla kl. 13. Gengið frá leikskólanum. Grillað brauð og útivera.


Aðalfundur Skógræktarfélags Garðabæjar 2018

Með Fundir og ráðstefnur

Aðalfundur Skógræktarfélags Garðabæjar 2018 verður haldinn mánudaginn 23. apríl 2018 og hefst kl. 20:00. Fundurinn verður haldinn í Safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli við Kirkjulund.

DAGSKRÁ:

  • Venjuleg aðalfundarstörf
  • Önnur mál

Kaffiveitingar í boði félagsins

Gestir fundarins Þráinn Hauksson frá Landslagi ehf. og Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri Garðabæjar, fjalla um Vífilsstaðaland. Nú fer fram skipulagsvinna eftir samkeppni að rammaskipulagi á landi Vífilsstaða sem Garðabær keypti á síðasta ári. Einnig kynna þeir tillögu að hönnun Bæjargarðs í jaðri Garðahrauns.

Umræður og fyrirspurnir.

Allir hjartanlega velkomnir!

Stjórn Skógræktarfélags Garðabæjar