Skip to main content

Jólafjör hjá skógræktarfélögunum

Með 13. desember, 2010febrúar 13th, 2019Fréttir frá skógræktarfélögum

Aðventan er líflegur tími hjá mörgum skógræktarfélögum. Undanfarin ár hafa skógræktarfélög um land allt tekið á móti fólki sem kemur í skógana til þess að velja og fella eigið tré, auk þess sem ýmis félög hafa selt felld tré, bæði beint og til smásöluaðila. Sum félög hafa líka boðið upp á ýmsan annan varning úr efniviði skógarins, en skógurinn nýtist til margs.

Hér á eftir má sjá smá sýnishorn af þeim viðburðum sem félögin standa fyrir.  Ef þið lumið á skemmtilegum myndum úr heimsókn í jólaskóga skógræktarfélaganna eru þær velkomnar í hópinn!

jolafjor01
Jólasveinarnir eru alltaf vinsælir meðal yngstu kynslóðarinnar (Mynd: RF).

jolafjor02
Gullfallegir kransar hjá Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar (Mynd: RF).

jolafjor03
Jólamarkaðurinn á Elliðavatni verður vinsælli með hverju árinu (Mynd: RF).

jolafjor04
Þessi sveinki er greinilega mjög fyndinn! (Mynd: RF).

jolafjor05
Falleg kertaskreyting úr fjölbreyttu hráefni skógarins hjá Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar (Mynd: RF).

jolafjor06
Hin sívinsælu tröpputré á Jólamarkaðinum á Elliðavatni (Mynd: RF).

jolafjor07
Jólasveinn á krakkaveiðum… (Mynd: Einar Örn Jónsson).

jolafjor08
Hugguleg og vistvæn jólaskreyting hjá Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar (Mynd: RF).

jolafjor09
Það er gaman fyrir alla fjölskylduna að fara út í skóg og velja sér jólatré (Mynd: RF).

jolafjor10
Nóg að gera á Jólamarkaðinum á Elliðavatni (Mynd: RF).

jolafjor11
Jólatrjánum pakkað í net til flutnings í Jólaskógi Skógræktarfélags Íslands í Brynjudal (Mynd: RF).

jolafjor12
Hringdans með jólasveinunum er alltaf skemmtilegur (Mynd: RF).

jolafjor13
Depill, tilfallandi móttökustjóri hjá Skógræktarfélagi Íslands, á vaktinni í Jólaskóginum (Mynd: RF).