Skip to main content

Jólatrjáamarkaður skógræktarfélaganna við Umferðarmiðstöðina (BSÍ)

Með 9. desember, 2011febrúar 13th, 2019Fréttir frá skógræktarfélögum

Skógræktarfélag Íslands, í samstarfi við skógræktarfélög á suðvesturhorni landsins, opnar jólatrjáamarkað við Umferðarmiðstöðina (BSÍ) á morgun kl. 13. Þar verða seld íslensk jólatré af ýmsum stærðum og gerðum sem ræktuð eru á umhverfisvænan hátt í skógum félaganna. Jólatrjáasalan er mikilvæg fjáröflunarleið fyrir félögin sem vinna ötult starf við uppgræðslu og skógrækt.

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra opnar Jólatrjáamarkaðinn formlega. Jólasveinn kemur í heimsókn og tónlistarkonan Mr. Silla (sem kallar sig Jóla Sillu af þessu tilefni) leikur jólatónlist. Boðið verður upp á rjúkandi kaffi, kakó og piparkökur.

Allir velkomnir!

Opnunartími:
10.-20. desember kl. 12-20.
21.-23. desember kl. 12-22.

Trjátegundir í boði: stafafura, rauðgreni, blágreni, sitkagreni og fjallaþinur.