Skip to main content

Meistaravörn í skógfræði x 2

Með 17. maí, 2013febrúar 13th, 2019Ýmislegt

Föstudaginn 17. maí kl. 13.30-15.30 munu þær Else Møller og Lilja Magnúsdóttir verja meistararitgerðir sínar í skógfræði frá Landbúnaðarháskóla Íslands. Varnirnar verða í Borg í Ársal á Hvanneyri, Else frá 13.30-14.30 og Lilja frá 14.30-15.30. Boðið verður upp á kaffi í lok athafnar.

Ritgerð Else heitir Hraðrækt jólatrjáa á ökrum – Áhrif mismunandi ræktunaraðferða á lifun og vöxt jólatrjáa á fyrstu vaxtarstigum. Aðalleiðbeinandi er Bjarni Diðrik Sigurðsson og meðleiðbeinendur þeir Brynjar Skúlason, Björn B. Jónsson og Claus Jerram Christensen.
Ritgerð Lilju heitir Hagræn áhrif skógræktar – Árangur í atvinnuuppbyggingu á vegum landshlutaverkefna í skógrækt. Leiðbeinendur eru Daði Már Kristófersson og Bjarni Diðrik Sigurðsson.

Nánar má lesa um varnirnar á heimasíðu Landbúnaðarháskóla Íslands (hér).