Skip to main content

Mesta skógrækt sögunnar

Með 23. september, 2010febrúar 13th, 2019Ýmislegt

Á vef Morgunblaðsins má lesa áhugaverða frétt um skógrækt í Kína, en samkvæmt kínverskum stjórnvöldum munu þau ná því markmiði að þekja 20% yfirborðs landsins skógi fyrir lok þessa árs. Það sem meira er þá stefna þau að því að skógur þeki 42% landsins árið 2050. Miðað við að Kína er fjórða stærsta land í heimi verða þessi markmið að teljast mjög metnaðarfull, enda mun þetta vera mesta skógrækt sögunnar.

Markmið kínverskra stjórnvalda með þessum áætlunum er meðal annars að sporna gegn vaxandi eyðimerkurmyndun og stuðla að bindingu gróðurhúsalofttegunda frá kínverskum iðnaði.

Mættu íslensk stjórnvöld hiklaust taka þau kínversku sér til fyrirmyndar í þessum málum og leggja miklu meiri áherslu á endurheimt skógar hérlendis.

Sjá nánar á vef Morgunblaðsins –www.mbl.is.

kina-skograekt

Erlendum gestum er boðið í gróðursetningu í Kína (Mynd: BJ).