Skip to main content

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar – Listalundur

Með 25. júní, 2016febrúar 13th, 2019Fréttir frá skógræktarfélögum

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar fagnar 70 ára afmæli í ár. Af því tilefni verður efnt til listviðburðar í Höfðaskógi nú í júní. Um 25 listamenn munu skapa verk í skóginum. Öll hafa verkin skírskotun til skógarins á einn eða annan hátt. Verkefnið hefur hlotið nafnið „Listalundur“. Formleg opnun er laugardaginn 25. júní kl. 17:00. Opnunarhátíðin fer fram í og við bækistöðvar félagsins og Þallar við Kaldárselsveg í Hafnarfirði. Boðið verður upp á tónlist, ljóðlist og léttar veitingar.

Afmælisblað félagsins, Þöll, kemur út bráðlega. Þar er nánari kynning á Listalundi og öllum þátttakendum. Kynningarbækling um Listalund má nálgast nú þegar í Þöll.

Nánari upplýsingar á heimasíðu félagsins – www.skoghf.is