Skip to main content

Skógræktarferð til Noregs: nokkur sæti laus

Með 3. júlí, 2014febrúar 13th, 2019Fréttir frá skógræktarfélögum

Skógræktarfélag Íslands hefur um áraraðir staðið fyrir fræðsluferðum á erlenda grund og verður nú í haust farið til Noregs, til Sogn- og Fjarðafylkis. Ferðin er skipulögð í samráði við skógræktarfélagið á staðnum. Flogið verður til Bergen þann 30. ágúst og heim aftur þann 5. september.

Ýmislegt áhugavert tengt náttúru og sögu verður skoðað, meðal annars nyrsti beykiskógur Noregs, stafkirkjan í Stavanger, jólatrjáaræktun og fræframleiðsla.

Nánar má fræðast um ferðina á heimasíðu Skógræktarfélag Íslands – www.skog.is.

Skráning í ferðina er hjá Trex að Hesthálsi 10, 110 Reykjavík, í síma 587-6000 eða á netfangið info@trex.is.

ingvaraberge-granskog 1

(Mynd: Ingvar Åberge).

ingvaraberge-kvamsoy 039

(Mynd: Ingvar Åberge).