Skip to main content

Tré ársins 2017

Með 29. júlí, 2017febrúar 13th, 2019Fréttir frá skógræktarfélögum

Skógræktarfélag Íslands, í samstarfi við IKEA á Íslandi, útnefnir beyki (Fagus sylvatica) í Hellisgerði í Hafnarfirði sem Tré ársins 2017, við hátíðlega athöfn laugardaginn 29. júlí kl. 15:00. Boðið verður upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá. Allir velkomnir.

Dagskrá:
1.           Tónlist, Andrés Þór Gunnlaugsson og Sigurður Flosason
2.           Ávarp, Magnús Gunnarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands
3.           Afhending á viðurkenningarskjali
4.           Ávarp, Guðlaug Kristjánsdóttir, forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðarbæjar
5.           Ávarp, Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, styrktaraðili Trés ársins
6.           Mæling á trénu
7.           Veitingar í boði IKEA og tónlist

Beyki er algengt skógartré í Evrópu og hefur viður þess verið nýttur á marga vegu, meðal annars til húsa- og húsgagnagerðar og í ýmsan húsbúnað en einnig þykir beyki góður eldiviður. Beyki þarf hlýtt og langt sumar og vex því almennt takmarkað á Íslandi, en er þó lífseigt og getur lifað lengi sem lítið tré eða runni. Í Hellisgerði má finna fjögur beykitré, sem gróðursett voru fyrir 90 árum, þá einhverra ára gömul, svo Tré ársins 2017 getur verið hátt í hundrað ára gamalt.

Skógræktarfélag Íslands útnefnir árlega Tré ársins. Er útnefningunni ætlað að beina sjónum almennings að því gróskumikla starfi sem unnið er um land allt í trjá- og skógrækt og benda á menningarlegt gildi einstakra trjáa um allt land.

trearsins2017