Skip to main content
All Posts By

ragnhildur

Fulltrúafundur 2024

Með Fulltrúafundir

Fulltrúafundur skógræktarfélaganna verður haldinn að Gunnarsholti laugardaginn 6. apríl 2024. Skráningarfrestur til þátttöku er 3. apríl á netfangið rf@skog.is eða í síma 551-8150. Taka þarf fram sérþarfir með mat.

Dagskrá:

Þema: Að útbúa fjölbreyttan skóg 

10:00 –10:10 Setning
Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands 

10:10 – 10:30 Ávarp
Ágúst Sigurðsson, forstöðumaður Lands og skógar 

10:30 – 11:00 Stjórnun og hvatning sjálfboðaliða. Hvað segja fræðin?
Steinunn Hrafnsdóttir, prófessor, félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands 

11:00 – 11:30 Skógakrydd – aukin tegundafjölbreytni í útivistarskógum
Steinar Björgvinsson, Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar og Gróðrarstöðinni Þöll 

11:30 – 12:00 Blómstrandi skógarbotnar
Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur 

12:00 – 13:00 Hádegismatur 

Þema: Landgræðsluskógar 

13: 00 – 13:30 Landgræðsluskógar: fortíð, nútíð og framtíð
Brynjólfur Jónsson, Skógræktarfélagi Íslands 

13:30 – 14:30 Umræður um Landgræðsluskóga og skógræktarfélögin 

Skipt í hópa (borð). Umræðuefni: 

  • Plöntuúrval í Landgræðsluskógum 
  • Umhirða Landgræðsluskóga – þarfir og áskoranir? 
  • Innviðauppbygging – þarfir, óskir og áskoranir? 
  • Kynning skóganna – hversu vel þekkir almenningur skógana okkar? 
  • Starfsemi félaganna – helstu áskoranir 

14:30 – 15:00 Almennar umræður
Tækifæri fyrir félögin til að ræða um/koma á framfæri einhverju sem brennur á þeim 

15:00 – 16:00 Gengið um Gunnarsholt
Ágúst Sigurðsson leiðir skoðunarferð um Gunnarsholt og nágrenni 

 

Hvatningarverðlaun skógræktar 2024 afhent

Með Fréttir

Hvatningarverðlaun skógræktar 2024 voru afhent við hátíðlega athöfn á Fagráðstefnu skógræktar, sem haldin er á Akureyri dagana 20.-21. mars og er þetta í fyrsta sinn sem verðlaunin eru afhent.

Kallað var eftir tilnefningum að verðlaununum í febrúar. Alls bárust tilnefningar að 24 aðilum og valdi dómnefnd úr þrjá aðila til kosninga á vef. Niðurstaða úr því lá fyrir nú í mars  og var það Sigurður Arnarson sem fékk flest atkvæði. Fékk Sigurður til eignar forláta viðarskál, sem verðlaunagrip. Til gamans má geta að skálin er gerð úr grisjunarviði af Tré ársins 2006, sem er gráösp í Hafnarfirði.

Sigurður hefur skrifað fræðandi og áhugaverðar greinar um trjátegundir, skóga og skógrækt, sem birtar hafa verið á heimasíðu Skógræktarfélags Eyfirðinga og víðar. Með því hefur hann stuðlað að aukinni þekkingu fyrir bæði almenning og fólk innan skógræktargeirans. Einnig er hann höfundur bókar um belgjurtir og hefur verið virkur í umræðu um skógartengd málefni.