Skip to main content

Bergmál Barrskóganna -Drengjakór Barabars

Með 20. mars, 2023Fréttir
Alþjóðlegur dagur skóga er þriðjudaginn 21.mars 2023. Af því tilefni ætlar Skógræktarfélag Borgarfjarðar að ýta úr vör tónleikaröð undir yfirskriftinni: Bergmál Barrskóganna.
Tónleikarnir á þriðjudagskvöldið verða í varðeldarlundinum í Einkunnum, boðið verður upp á heitt kakó og ljúfa tóna Drengjakórs Barabars.
Barrskógarlundir hafa sérstakt hljóðendurkast, því fær tónleikaröðin heitið: Bergmál Barrskóganna. Stefnan er að halda tónleika í barrtrjáalundum hér í Borgarfirði einu sinni í mánuði næsta árið.
Ósk okkar er að fá fjölbreyttan hóp tónlistarfólks og stemning hverja tónleika verði í anda árstíðar og tíðarfars þess mánaðar.
Ekki verður um að ræða fastan dag í viku eða dagsetningu í mánuði, heldur verði hverjir tónleikar auglýstir fyrir sig og settir upp eftir því sem best hentar hverju sinni.
Stefnt er að hafa frítt á alla tónleika, en fólki er bent á frjáls framlög til Skógræktarfélags Borgarfjarðar sem stendur að skipulagi tónleikanna og umgjörð, ásamt því sinnir Skógræktarfélagið almennri umhirðu ýmissa skógarreita í Borgarfirði í þágu almennings og lýðheilsu.
Allir velkomnir!