Skip to main content
Flokkur

Fréttir

Til hamingju Vigdís!

Með Fréttir

Vigdís Finnbogadóttir fagnar 94 ára afmæli sínu í dag. Skógræktarfélag Íslands óskar henni hjartanlega til hamingju með afmælið!

Vigdís hefur verið ötull talsmaður skógræktar, landgræðslu og umhverfismála hérlendis, bæði í forsetatíð hennar og síðar. Hún var gerður heiðursfélagi Skógræktarfélags Íslands árið 1984 fyrir framlag sitt til skógræktar og hefur verið tíður gestur á viðburðum félagsins í gegnum árin, ávallt tilbúin til þeirra verka sem félagið hefur óskað eftir.

Þess má til gamans geta að Vigdís deilir afmælisári með Skógræktarfélagi Íslands, en það var stofnað árið 1930.

Aðalfundur Skógræktarfélags Rangæinga 2024

Með Fréttir

Aðalfundur Skógræktarfélags Rangæinga 2024 verður haldinn þriðjudaginn 9. apríl n.k í Safnaðarheimilinu á Hellu Dynskálum 8.  Fundurinn hefst kl. 19.00.

Dagskrá:

1. Venjuleg aðalfundarstörf
2. Önnur mál
3. Kjartan Benediktsson verður með fræðsluerindi í máli og myndum um belgjurtir.

Veitingar í boði félagsins.  Fundurinn er öllum opinn.

 

Hvatningarverðlaun skógræktar 2024 afhent

Með Fréttir

Hvatningarverðlaun skógræktar 2024 voru afhent við hátíðlega athöfn á Fagráðstefnu skógræktar, sem haldin er á Akureyri dagana 20.-21. mars og er þetta í fyrsta sinn sem verðlaunin eru afhent.

Kallað var eftir tilnefningum að verðlaununum í febrúar. Alls bárust tilnefningar að 24 aðilum og valdi dómnefnd úr þrjá aðila til kosninga á vef. Niðurstaða úr því lá fyrir nú í mars  og var það Sigurður Arnarson sem fékk flest atkvæði. Fékk Sigurður til eignar forláta viðarskál, sem verðlaunagrip. Til gamans má geta að skálin er gerð úr grisjunarviði af Tré ársins 2006, sem er gráösp í Hafnarfirði.

Sigurður hefur skrifað fræðandi og áhugaverðar greinar um trjátegundir, skóga og skógrækt, sem birtar hafa verið á heimasíðu Skógræktarfélags Eyfirðinga og víðar. Með því hefur hann stuðlað að aukinni þekkingu fyrir bæði almenning og fólk innan skógræktargeirans. Einnig er hann höfundur bókar um belgjurtir og hefur verið virkur í umræðu um skógartengd málefni.

Aðalfundur Skógræktarfélagsins Ungviðar 2024

Með Fréttir
Aðalfundur Skógræktarfélagsins Ungviðar verður haldinn laugardaginn 16. mars kl. 15 í Rannsóknarstöð skógræktar, Lands og Skógar á Mógilsá. Einnig verður hægt að fylgjast með fundinum á netinu (sjá viðburð á Facebook)
Dagskrá:
– Brynja Hrafnkelsdóttir, sérfræðingur, segir frá nýju stofnuninni Landi og Skógi (LOGS) og rannsóknum sínum á smádýralífi í skógum í tengslum við loftslagsbreytingar.
– Stjórnin flytur skýrslu um starfsemi félagsins 2023 og verkefni ársins 2024
– Tekið á móti nýjum félögum, ræddar nýjar hugmyndir og ný verkefni
– Stjórnarkjör
Stjórnin býður til skógargöngu í trjásafninu á Mógilsá að fundi loknum.
Kaffi og kökur í boði félagsins.
Allir velkomnir!

Aðalfundur Skógræktarfélags Eyrarsveitar 2024

Með Fréttir
Aðalfundur Skógræktarfélags Eyrarsveitar 2024 verður haldinn í Græna kompaníinu að Hrannarstíg 5, þriðjudaginn 26. mars kl. 20:00.
Dagskrá:
Kosning fundarstjóra og fundarritara
Skýrsla stjórnar lögð fram
Ársreikningur 2023 lagður fram til samþykktar
Önnur mál
Félagsfólk, nýir félagar og aðrir áhugasamir velkomnir

Aðalfundur Skógræktarfélags Kópavogs 2024

Með Fréttir

Aðalfundur Skógræktarfélags Kópavogs verður haldinn þriðjudaginn 12. mars 2024 og hefst fundurinn kl. 19:30. Fundurinn er haldinn á Leiðarenda 3 í Guðmundarlundi í Kópavogi.

Dagskrá

1. Fundarsetning

2. Kosning fundarstjóra og fundarritara

3. Skýrsla stjórnar

4. Reikningar félagsins

5. Skýrslur nefnda

6. Félagsgjald

7. Lagabreytingar

8. Kosning stjórnar

9. Kosning skoðunarmanna reikninga.

10. Önnur mál

Sjá einnig heimasíðu Skógræktarfélags Kópavogs.