Skip to main content
Flokkur

Fundir og ráðstefnur

Umhverfisráðstefna SEEDS

Með Fundir og ráðstefnur

Sjálfboðasamtökin SEEDS fagna um þessar mundir fimm ára afmælinu sínu og að því tilefni verður efnt til Umhverfisráðstefnu, þriðjudaginn 16. nóvember klukkan 14:00 í Iðnó í samstarfi við Landvernd og Umhverfisstofnun.

Sjálfbærni er eitt mikilvægasta málefni líðandi stundar innan umhverfisgeirans. Sjálfbær þróun og hagræn nýting náttúruauðlinda er okkur nauðsynleg til að tryggja velferð í framtíðinni. Á ráðstefnunni verða tekin dæmi um umhverfisvæn samfélög og þátt alþjóðlegra sjálfboðaliða í umhverfismálum á Íslandi. Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar mun opna ráðstefnuna og er heiðursgestur hennar Ómar Ragnarsson, fjölmiðlamaður.

Aðgangur ókeypis.

Sjá nánar á heimasíðu SEEDS (hér).

Þemadagar NordGen-Skog 9.-10. nóvember

Með Fundir og ráðstefnur

Næstu þemadagar NordGen-Skog verða haldnir í Eyjafirði 9.-10. nóvember næst komandi og er efni þeirra plöntugæði (sjá á heimasíðu NordGen – hér).

Dagskrá:
Þriðjudagur 9. nóvember
 – Fundarstjóri Björn B. Jónsson
– Þýðing á sænskum fyrirlestrum – Aðalsteinn Sigurgeirsson

09:00-09:10 Setning – Valgerður Jónsdóttir, NordGen-skog
09:10-09:40  Plöntugæði út frá sjónarhóli ræktanda – Katrín Ásgrímsdóttir, Sólskógum 
09:40–10:10  Plöntugæði út frá sjónarhorni kaupanda – Hallur Björgvinsson, SLS
10:10-10:30  Kaffi
10:30-11:15  Plöntugæði- prófanir og áreiðanleiki– Anders Mattsson Högskolan Dalarna (Plantkvalitet- tester och tillförlitlighet)
11:15-11:50 Gæðaprófanir á Íslandi – Hrefna Jóhannesdóttir,  Mógilsá
11:50-12:20  Fyrirspurnir og umræður
12:20-13:15 Matur

– Fundarstjóri Brynjar Skúlason
13:15-14:00 Hvað eru plöntugæði og hvernig er ferlið frá fræi til foldar- Peter Melin, Svenska skogsplantor (Plantkvalitet i praktiken! -Vad är bra plantkvalitet? -Hur gör vi, från beställning till etablering i fält)
14:00-14:30 Sjúkdómar í plöntuuppeldi – Halldór Sverrisson, Mógilsá
14:30-15:00 Evrópulerki og framleiðsluaðferðir – Ólafur Njálsson, Nátthaga
15:00-15:20 Kaffi
15:20-17:30 Skoðunarferð í Sólskóga
19:00  Kvöldverður og huggulegheit

Miðvikudagur 10. nóvember
Fundarstjóri – Hrefna Jóhannesdóttir
09:00-09:40   Plöntuframleiðsla, staðan í dag og horfur næstu ár – Peter Melin, Svenska skogsplantor (Plantproduktion i Svenska Skogsplantor AB -Hur ser det ut i dag? -Vad kommer att hända under de närmaste åren)
09:40-10:15 Útboð og staðlar – Valgerður Jónsdóttir, NLS
10:15-10:30 Kaffi
10:30-11:00 Áhrif áburðarhleðslu sitkabastarðs í gróðrarstöð á vöxt og lifun í foldu. – Rakel J. Jónsdóttir, NLS
11:00-11:30 Opið
11:30-12:30 Umræðuhópar
-Aðkallandi tilraunir
-Staðlar og útboð
– Sjúkdómar
-Gæðaprófanir.
12:30-13:10 Matur

– Fundarstjóri Valgerður Jónsdóttir
13:10-14:00 Umræðuhópar frh.
14:00-14:30 Umræðuhópar geri grein fyrir niðurstöðum
14:30-15:00 Umræður
15:00- 15:15  Samantekt/niðurstöður og ráðstefnuslit:  Aðalsteinn Sigurgeirsson.

Skráning fyrir 1. nóvember á netfangið valgerdur (hjá) nls.is.

Skráningareyðublað (.doc)

 

Fuglavernd: Fuglar í Færeyjum

Með Fundir og ráðstefnur

Talsvert hefur verið skrifað um fugla í Færeyjum og ná sumar heimildir aftur til 16. aldar. Nýlegar rannsóknir hafa leitt af sér áætlanir um stofnstærðir, misnákvæmar, en leiða að því líkum að færeyskum fuglum sé að fækka. Ýmsar hættur steðja að fuglunum og er þekkt vandamál ofbeit sauðfjár og rottur en nýrra vandamál er aukin ferðamennska í eyjunum.

Þann 9. nóvember næstkomandi verður Fuglavernd með fræðslufund um fugla í Færeyjum. Þá mun Leivur Janus Hansen frá Náttúruminjasafni Færeyja halda erindi um færeyska fugla. Erindið verður á ensku.

Fundurinn byrjar kl. 20:30 og er haldinn í húsakynnum Arion-banka í Borgartúni 19. Fundurinn eru öllum opinn svo lengi sem húsrúm leyfir. Aðgangur er ókeypis fyrir félaga í Fuglavernd en aðgangseyrir er 500 krónur fyrir aðra.

Finna má frekari upplýsingar á vef Fuglaverndar (hér). 

Ráðstefna: Fríða björk – vaxandi auðlind!

Með Fundir og ráðstefnur

Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) stendur fyrir ráðstefnu til heiðurs íslenska birkinu. Ráðstefnan er haldin að Reykjum í Ölfusi föstudaginn 5. nóvember 2010 og er ætluð öllu fagfólki í trjárækt sem og öðru áhugafólki.

Dagskrá

09:30 – 09:40  Setning ráðstefnunnar
– Ágúst Sigurðsson rektor LbhÍ
09:40 – 10:10    Vistfræði birkis 
– Ása L. Aradóttir, prófessor LbhÍ 
10:10 – 10:40 Kynblöndun birkis og fjalldrapa – yfirlit yfir íslenskar aðstæður
– Ægir Þór Þórsson, garðyrkjuráðunautur Bændasamtökum Íslands. 
10:40 – 11:00 Kaffihlé
11:00 – 11:30   Kynbætur á birki, Embla I og II
– Þorsteinn Tómasson, skrifstofustjóri sjávarútvegs-og landbúnaðarráðuneyti
11:30 – 12:00     Drög að stefnu í verndun og endurheimt birkiskóga
– Þröstur Eysteinsson, fagmálastjóri Skógræktar ríkisins.
12:00 – 13:00 Hádegisverður
13:00 – 13:30 Birki í skógrækt  – áætlun til framtíðar
– Hreinn Óskarsson, skógarvörður  á Suðurlandi.
13:30 – 14:00 Framleiðsla skógarplantna af birki
– Jón Kristófer Arnarson, verkefnisstjóri LbhÍ
14:00 – 14:30  Birki í garða – notkun, framleiðsla og fleira. 
– Steinar Björgvinsson, skógfræðingur Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar.
14:30 – 14:50  Kaffihlé
14:50 – 15:20  Birkiplágur
– Guðmundur Halldórsso,n rannsóknarstjóri Landgræðslu ríkisins.
15:20 – 15:40  Fagurfræði birkis
– Helena Guttormsdóttir, aðjúnkt Lbhí
 15:40 – 16:00 Fyrirspurnir og umræður í pallborði

 

Ráðstefnustjóri er Björgvin Örn Eggertsson, LbhÍ
Ráðstefnugjald er kr. 3.900 (hádegismatur og kaffi innifalið) og millifærist á reikning  0354-26-4237, kt. 411204-3590, skrá nafn þátttakanda í skýringar.


Skráning fer fram á netfanginu
endurmenntun (hjá) lbhi.is (fram komi nafn, kennitala, heimili, sími) eða í síma 433-5000 til 4 nóvember.

 

Aðalfundur samtakanna Umhverfi og vellíðan

Með Fundir og ráðstefnur

Aðalfundur samtakanna Umhverfi og vellíðan verður haldinn mánudaginn 1. nóvember kl. 20, í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi, Gerðubergi  3-5.

Dagskrá
1. Venjuleg aðalfundstörf
2. Erindi Páll Líndal doktorsnemi í Umhverfissálarfræði.
Streita og umhverfi sjúkrastofnanna.
3. Verkefni samtakanna kynnt
a) Guðrún Ástvaldsdóttir segir frá gróðursetningu með börnum við Engjaskóla.
b) Morten Lange greinir frá verkefni sem unnið er í samvinnu við bíllausan lífstíl.
c) Rut Káradóttir og Páll Líndal segja frá verkefni samtakanna á göngudeild
Landspítalans.
d) Auður I Ottesen segir frá gróðursetningargjörningi með foreldrum og starfsfólki
leikskólans Nóaborg, en þar voru settir niður berjarunnar og ávaxtatré.

Nánari upplýsingar í skjali hér (pdf).

Ráðstefna til heiðurs Alexander Robertson

Með Fundir og ráðstefnur

Laugardaginn 18. september var haldin ráðstefna til heiðurs skógfræðingnum og Íslandsvininum Alexander „Sandy“ Robertson, er bar heitið Þytur í laufi – Skógar og skjól í Esjuhlíðum. Að ráðstefnunni stóðu Skógræktarfélög Íslands, Reykjavíkur og Kjalarness, Rannsóknastöð Skógræktar ríkisins á Mógilsá, Landbúnaðarháskóli Íslands og Raunvísindadeild Háskóla Íslands.

Ráðstefnustjóri var Símon Þorleifsson, en erindi fluttu Einar Gunnarsson, skógfræðingur hjá Skógræktarfélagi Íslands, um Esjuskóga, Haraldur Ólafsson, prófessor í veðurfræði við Háskóla Íslands, um Esjuvinda, Þorbergur Hjalti Jónsson, skógfræðingur á Mógilsá, um storma og stöðug tré og Alexander Robertson sjálfur, um að lesa í vind og skóga. Aðalsteinn Sigurgeirsson, skógerfðafræðingur á Mógilsá, sá svo um samantekt og umræður.

Auk erindis Sandys var sýnikennsla í áhrifum vinda, með notkun þurríss sem staðgengli vinds og vakti sú nálgun bæði mikla athygli og skemmtun.  Sérstaklega var áhugavert að sjá strauma um líkan af Esju, sem Sandy hefur skorið út.

Eftir umræður færði Bjarni Diðrik Sigurðsson Sandy þakkir fyrir hönd þeirra er stóðu að ráðstefnunni, auk þess sem Aðalsteinn Sigurgeirsson sæmdi Sandy gullmerki Skógræktarfélags Reykjavíkur.

Í lok ráðstefnunnar var svo farið í skoðunarferð um Esjuhlíðar.

sandyconf-1

Alexander „Sandy“ Robertson (t.v.) við grunnlíkan sem nota má til að prófa mismunandi staðsetningar trjáa, skjólbelta og annarra mannvirkja (Mynd: RF).

sandyconf-2

Líkan af Esju prófað – áhrif norðanáttar (Mynd: RF).

 

Ráðstefna: Þytur í laufi – Skógar og skjól í Esjuhlíðum

Með Fundir og ráðstefnur

Ráðstefna til heiðurs Alexander Robertson verður haldinn í Esjustofu laugardaginn 18. september og hefst dagskrá kl. 12.30.

Ráðstefnustjóri er Símon Þorleifsson.

 

Dagskrá:

12.00 Súpa
12.30 Esjuskógar
Einar Gunnarsson, skógfræðingur, Skógræktarfélagi Íslands
12.45  Esjuvindar
Haraldur Ólafsson, prófessor í veðurfræði við Háskóla Íslands
13.10  Stormar og stöðug tré
Þorbergur Hjalti Jónsson, skógfræðingur, Mógilsá
13.30  Kaffihlé
13.45 Lesið í vinda og skóga
Alexander Robertson, „Sandy“, doktor í skógvistfræði,
fyrirlestur og sýnikennsla með þurrís
15.50  Samantekt og umræður
Dr. Aðalsteinn Sigurgeirsson, skógerfðafræðingur, Mógilsá
16.10  Gengið um Esjuhlíðar
Sandy leiðir skoðunarferð og blæs í sekkjapípur

Ráðstefnugjald kr. 3000.- Súpa og kaffi innifalið.

Skráning er hjá Skógræktarfélagi Íslands á skog(hjá)skog.is eða í síma 551-8150 til 17. september.

ráðstefnunni standa:
Skógræktarfélög Íslands, Reykjavíkur og Kjalarness, Rannsóknastöð Skógræktar ríkisins, Landbúnaðarháskóli Íslands og Raunvísindadeild Háskóla Íslands.

 logo-lbhi-web  logo-rvk-web  logo-si-web  logo-sr-web  logo-hi-web

 

 

Útivera og hreyfing í skjóli grænna skóga

Með Fundir og ráðstefnur

Skógræktarfélag Eyfirðinga stendur fyrir málþingi í Kjarna, húsi Náttúrulækningafélags Akureyrar laugardaginn 11. september 2010 og hefst það klukkan 13:30. Sjá á heimasíðu Skógræktarfélags Eyfirðinga (hér).

Fundarstjóri: Pétur Halldórsson

Framsögur

– Hrefna Jóhannesdóttir, sérfræðingur hjá Skógrækt ríkisins:
Skógar efla lýðheilsu í þéttbýli

– Eiríkur B. Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri:
Skógurinn – tækifæri til fjölbreyttrar útivistar

– Magne Kvam hreyfihönnunarstjóri:
Fjallahjólabrautir – aðstaða til fjallahjólreiða

Umræður

Kaffihlé

– Jakob Frímann Þorsteinsson, aðjúnkt við HÍ:
Orðin og umhyggja – um hvað og af hverju

– Anna Guðmundsdóttir, aðstoðarskólastjóri Hrafnagilsskóla:
Útikennsla í skógi

Umræður

Dagskrárlok klukkan 17:00.

Tónlistaratriði: Hjalti Jónsson tenór og Eyþór Ingi Jónsson orgelleikari.

Aðalfundi 2010 lokið

Með Fundir og ráðstefnur

75. aðalfundi Skógræktarfélags Íslands lauk í dag á Selfossi. Fundurinn tókst sérlega vel, enda voru veðurguðirnir vinveittir fundargestum, en sól og blíða var mest allan tímann sem fundurinn stóð yfir.

Þær breytingar urðu á stjórn félagsins að Gunnlaugur Claessen gekk úr stjórn, en í hans stað kom Páll Ingþór Kristinsson.  Varamenn voru kosin Sigríður Heiðmundsdóttir, Vilhjálmur Lúðvíksson og Kristinn Þorsteinsson.

Ein ályktun var samþykkt og má lesa hana hér (pdf).

Nánar má lesa um fundinn undir Fundir hér á síðunni (hér).

Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands 2010 settur

Með Fundir og ráðstefnur

Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands 2010 var settur á Hótel Selfossi í dag. Gestgjafar fundarins að þessu sinni eru Skógræktarfélag Árnesinga.

Magnús Gunnarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands, setti fundinn og má lesa ávarp hans hér. Einnig fluttu ávarp Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra, Kjartan Ólafsson, formaður Skógræktarfélags Árnesinga, Johan C. Löken, formaður Skógræktarfélags Noregs, Elfa Dögg Þórðardóttir, formaður framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar og Jón Loftsson skógræktarstjóri.

Að ávörpum loknum tóku við hefðbundin aðalfundarstörf fram að hádegi. Eftir hádegi var svo haldið í vettvangsferð um nágrenni Selfoss. Fyrst var farið í Tryggvagarð, þar sem afhjúpaður var bautasteinn til að marka garðinn. Því næst var haldið að Snæfoksstöðum í Grímsnesi, þar sem fundargestir fóru í skoðunarferð um skóginn, sem lauk með afhjúpun þriggja bautasteina, með nöfnum deilda Skógræktarfélags Árnesinga, formönnum og stjórnarmönnum og starfsmönnum félagsins. Einnig var Óskar Þór Sigurðsson, fyrrverandi formaður félagsins gerður að heiðursfélaga Skógræktarfélags Íslands við þetta tækifæri. Því næst var slegið upp skógarveislu.

Fundurinn heldur svo áfram á laugardagsmorgun með fræðsluerindum.

Svipmyndir af fundinum má sjá á fésbókarsíðu félagsins.

´img_0010

Magnús Gunnarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands, setur aðalfund  2010.