Skip to main content

Líf í lundi: Skógræktarfélag Reykjavíkur - Gróðursetningadagur í Úlfarsfelli

25júní10:0015:30Líf í lundi: Skógræktarfélag Reykjavíkur - Gróðursetningadagur í Úlfarsfelli

Nánari upplýsingar um viðburð

Laugardaginn 25. júní kl. 10.00 – 15.30 efnir Skógræktarfélag Reykjavíkur til gróðursetningardags þar sem félagsmönnum og almenningi gefst kostur á að leggja sitt af mörkum í að rækta útivistarskóg framtíðarinnar í hlíðum Úlfarsfells.
Skógfræðingar kenna grundvallaratriði í gróðursetningum og bjóða upp á áhugaverðan fróðleik. Kennsla verður á eftirfarandi tímum og er fólk hvatt til að nýta sé þá svo allt gangi vel fyrir sig og allir fái kennslu:
10:00 – Kennsla í rjóðrinu og gengið saman á gróðursetningarsvæði
11:00 – Kennsla í rjóðrinu og gengið saman á gróðursetningarsvæði
13:00 – Kennsla í rjóðrinu og gengið saman á gróðursetningarsvæði
14:30 – Kennsla í rjóðrinu og gengið saman á gróðursetningarsvæði
Nánari upplýsingar á heimasíðu Skógræktarfélags Reykjavíkur – /https://heidmork.is/grodursetningardagur-i-ulfarsfelli-25-juni/
Viðburðurinn er hluti af dagskrá Líf í lundi sem er útivistar- og fjölskyldudagur í skógum landsins, sem skógaraðilar á Íslandi standa sameiginlega að. Sjá https://www.facebook.com/lifilundi/ og Skógargátt – https://www.skogargatt.is/

Sjá meira

Tímasetning

(Laugardagur) 10:00 - 15:30(GMT+00:00)