Skip to main content

Fræðslufundur um skógræktarmál

Með 5. maí, 2015febrúar 13th, 2019Fundir og ráðstefnur

Skógræktarfélag Mosfellsbæjar og Mosfellsbær efna til fræðslufundar um skógræktarmál þriðjudaginn 5. maí klukkan 17:00. Fundurinn verður haldinn í hliðarsal við Bókasafn Mosfellsbæjar (Fiskabúrinu) í Kjarna (Þverholti 2).

Á fundinum mun Björn Traustason, sérfræðingur í landfræðilegum upplýsingakerfum hjá Rannsóknarstöð skógræktar að Mógilsá, halda erindi um endurkortlagningu náttúrulegs birkis á Íslandi, þar sem farið verður yfir þær breytingar sem hafa orðið á útbreiðslu birkis síðustu áratugi.

Auk þess munu Bjarni Ásgeirsson, garðyrkjustjóri Mosfellsbæjar, Tómas G. Gíslason, umhverfisstjóri Mosfellsbæjar og Guðrún Birna Sigmarsdóttir, nýr verkefnastjóri í garðyrkjudeild, ræða stuttlega um þau verkefni sem eru í gangi í Mosfellsbæ og svara fyrirspurnum um gróður og garðyrkju í Mosfellsbæ.

Allir áhugasamir velkomnir! Heitt á könnunni.