Skip to main content

Aðalfundur Skógræktarfélags Garðabæjar

Með 15. mars, 2010febrúar 13th, 2019Fundir og ráðstefnur

Aðalfundur Skógræktarfélags Garðabæjar 2010 verður haldinn mánudaginn 15. mars og hefst kl. 20:00. Fundarstaður er safnaðarheimilið Kirkjuhvoll við Kirkjulund.

DAGSKRÁ:
1.       Venjuleg aðalfundarstörf:
1.1.         Kjör fundarstjóra
1.2.         Skýrsla stjórnar 2009
1.3.         Reikningar félagsins 2009
1.4.         Ákvörðun um félagsgjöld 2010
1.5.         Stjórnarkjör. Kjósa skal þrjá aðalmenn og tvo til vara auk skoðunarmanns.
2.       Önnur mál
3.       Kaffiveitingar í boði félagsins
4.       Aukin fjölbreytni í yndisskógrækt — Ólafur Njálsson frá Gróðrastöðinni Nátthaga í Ölfusi flytur.

Félagsmenn eru hvattir til þess að gefa kost á sér til stjórnarstarfa

Allir eru hjartanlega velkomnir.

Stjórn Skógræktarfélags Garðabæjar