Skip to main content

Úlfljótsvatn

Skógræktarfélag Íslands á jörðina Úlfljótsvatn með Bandalagi íslenskra skáta og Skátasambandi Reykjavíkur. Skógræktarfélagið á Úlfljótsvatnsbæinn og útihús og Úlfljótsvatnskirkju sem séreign og skátahreyfingin á Útilífsmiðstöðina sem séreign, en útjörð er óskipt og sameiginleg.

Margvísleg skógrækt er stunduð á jörðinni, meðal annars samkvæmt samningi við Kolvið, auk þess sem Landgræðsluskógur er á jörðinni. Á jörðinni eru einnig eldri gróðursetningar grunnskóla Reykjavíkur á vegum Yrkjusjóðs.

Skógræktarfélag Íslands er einnig komið með leyfi frá Sýslumanni til reksturs lítils gistiheimilis í Úlfljótsvatnsbænum. Gistiheimilið er opið fyrir ferðamenn, bæði innlenda og erlenda, frá október til byrjun maí. Gestir geta notið fallegrar náttúru og kyrrðar á Úlfljótsvatni.

Nánari upplýsingar um gistingu og starfsemi á Úlfljótsvatni má finna á heimasíðu Úlfljótsvatnsbæjarins: https://www.ulfljotsvatnlakehouse.com/

Hægt er að bóka gistingu á AirBnb – www.airbnb.co.uk/p/skograektarfelagislands

Við viljum einnig efla vitund gesta um skógrækt og landgræðslu og efla starfsemi okkar á alþjóðavettvangi.  Sérstök verkefni verða þróuð í húsinu í framtíðinni í því samhengi.