Úlfljótsvatn

Skógræktarfélag Íslands á jörðina Úlfljótsvatn með Bandalagi íslenskra skáta og Skátasambandi Reykjavíkur. Skógræktarfélagið á Úlfljótsvatnsbæinn og útihús og Úlfljótsvatnskirkju sem séreign og skátahreyfingin á Útilífsmiðstöðina sem séreign, en útjörð er óskipt og sameiginleg.

Margvísleg skógrækt er stunduð á jörðinni, meðal annars samkvæmt samningi við Kolvið, auk þess sem Landgræðsluskógur er á jörðinni. Á jörðinni eru einnig eldri gróðursetningar grunnskóla Reykjavíkur á vegum Yrkjusjóðs.