Skip to main content

Aðalfundur

Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands er haldinn að hausti til ár hvert. Á fundinum er kosið í stjórn félagsins, lagabreytingar afgreiddar þegar það á við og fjallað um margvísleg málefni sem snerta skógræktarfélögin í heild eða skógrækt almennt.

Einstök skógræktarfélög skiptast á að vera gestgjafar fundarins og því er fundarstaður breytilegur milli ára. Gefur það skógræktarfélögunum tækifæri til að kynna starfsemi síns félags og fræðast um starfsemi annarra félaga. Aðalfundurinn er einnig mikilvægur félagslegur vettvangur, þar sem þátttakendum gefst kostur á að viðhalda og endurnýja kynni við gamla og nýja félaga innan skógræktarhreyfingarinnar.

Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands 2024 verður haldinn á Neskaupstað dagana 30. ágúst til 1. september 2024 og eru Skógræktarfélög Neskaupstaðar, Reyðarfjarðar og Eskifjarðar gestgjafar fundarins.

6. júní, 2023 in Aðalfundir

Aðalfundur 2023

Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands 2023 var haldinn á Patreksfirði dagana 1.-3. september 2023 og voru Skógræktarfélög Patreksfjarðar, Bíldudals og Tálknafjarðar gestgjafar fundarins. Var þetta 88. aðalfundur félagsins. Góð mæting var á…
Nánar
26. apríl, 2022 in Aðalfundir

Aðalfundur 2022

87. aðalfundur Skógræktarfélags Íslands var haldinn í Mosfellsbæ dagana 2. – 4. september 2022. Skógræktarfélag Mosfellsbæjar var gestgjafi fundarins. Vel var mætt á fundinn, enda ekki gefist færi á að…
Nánar
30. júní, 2021 in Aðalfundir

Aðalfundur 2021

Aðalfundur Skógræktarfélag Íslands var haldinn í fundarsal Arionbanka í Borgartúni Reykjavík laugardaginn 2. október 2021 og var það 86. aðalfundur félagsins. Fyrirhugað hafði verið að halda fundinn með hefðbundnu í…
Nánar
27. janúar, 2020 in Aðalfundir

Aðalfundur 2020

Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands var haldinn laugardaginn 5. september 2020 og var það 85. aðalfundur félagsins. Fundurinn var haldinn í fundarsal í Arionbanka í Borgartúni í Reykjavík. Upphaflega stóð til að…
Nánar
26. júlí, 2019 in Aðalfundir

Aðalfundur 2019

84. aðalfundur Skógræktarfélags Íslands var haldinn í Kópavogi dagana 30. ágúst til 1. september 2019. Skógræktarfélag Kópavogs var gestgjafi fundarins, en það fagnaði 50 ára afmæli á árinu. Fundurinn hóst…
Nánar
3. september, 2018 in Aðalfundir

Aðalfundur 2018

Skógræktarfélag Íslands hélt 83. aðalfund sinn á Hellu á Rangárvöllum dagana 31. ágúst til 2. september. Var Skógræktarfélag Rangæinga gestgjafar fundarins að þessu sinni og var vel mætt á hann,…
Nánar
28. ágúst, 2017 in Aðalfundir

Aðalfundur 2017

82. aðalfundur Skógræktarfélags Íslands var haldinn í Stórutjarnaskóla dagana 25. – 27. ágúst 2017. Skógræktarfélag S-Þingeyinga var gestgjafi fundarins. Á annað hundrað fulltrúar, víðs vegar af landinu, sóttu fundinn, sem…
Nánar
5. september, 2016 in Aðalfundir

Aðalfundur 2016

Skógræktarfélag Íslands hélt 81. aðalfund sinn á Djúpavogi dagana 2.-4. september 2016. Skógræktarfélag Djúpavogs var gestgjafi fundarins. Á annað hundrað fulltrúar skógræktarfélaga víðs vegar af landinu sóttu fundinn, sem var…
Nánar
17. ágúst, 2015 in Aðalfundir

Aðalfundur 2015

80. aðalfundur Skógræktarfélags Íslands var haldinn í Hofi á Akureyri dagana 14.-16. ágúst 2015. Skógræktarfélag Eyfirðinga var gestgjafi fundarins að þessu sinni. Hátt í tvö hundruð fulltrúar, víðs vegar af…
Nánar
18. ágúst, 2014 in Aðalfundir

Aðalfundur 2014

79. aðalfundur Skógræktarfélags Íslands var haldinn í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi dagana 15. -17. ágúst 2014. Skógræktarfélag Akraness, í samstarfi við Skógræktarfélag Skilmannahrepps, var gestgjafi fundarins. Á annað hundrað fulltrúar,…
Nánar
26. ágúst, 2013 in Aðalfundir

Aðalfundur 2013

Skógræktarfélag Íslands hélt 78. aðalfund sinn í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli í Garðabæ dagana 23. - 25. ágúst 2013. Skógræktarfélag Garðabæjar var gestgjafi fundarins. Á annað hundrað fulltrúar, alls staðar af landinu,…
Nánar
27. september, 2012 in Aðalfundir

Aðalfundur 2012

Skógræktarfélag Íslands hélt sinn 77. aðalfund í Félagsheimili Blönduóss á Blönduósi dagana 24.-26. ágúst 2012. Skógræktarfélag A-Húnvetninga var gestgjafi fundarins að þessu sinni. Á annað hundrað fulltrúar sóttu fundinn, alls…
Nánar
5. september, 2011 in Aðalfundir

Aðalfundur 2011

76. aðalfundur Skógræktarfélags Íslands var haldinn í Fjölbrautarskóla Snæfellinga á Grundarfirði dagana 2.-4. september 2011. Skógræktarfélag Eyrarsveitar var gestgjafi fundarins að þessu sinni. Á annað hundrað fulltrúar sóttu fundinn, alls…
Nánar
30. ágúst, 2010 in Aðalfundir

Aðalfundur 2010

75. aðalfundur Skógræktarfélags Íslands var haldinn á Selfossi dagana 27.-29. ágúst 2010. Skógræktarfélag Árnesinga var gestgjafi fundarins að þessu sinni. Fundinn sóttu á annað hundrað fulltrúar skógræktarfélaganna, alls staðar af…
Nánar
31. ágúst, 2009 in Aðalfundir

Aðalfundur 2009

74. aðalfundur Skógræktarfélags Íslands var haldinn á Höfn í Hornafirði dagana 28.-30. ágúst 2009. Skógræktarfélag A-Skaftfellinga var gestgjafi fundarins að þessu sinni. Fundinn sóttu á annað hundrað fulltrúar skógræktarfélaganna, alls…
Nánar
18. ágúst, 2008 in Aðalfundir

Aðalfundur 2008

73. aðalfundur Skógræktarfélags Íslands var haldinn í Edinborgarhúsinu á Ísafirði dagana 15.-17. ágúst. Skógræktarfélag Ísafjarðar var gestgjafi fundarins að þessu sinni. Fundinn sóttu á þriðja hundrað fulltrúar skógræktarfélaganna, alls staðar…
Nánar
20. ágúst, 2007 in Aðalfundir

Aðalfundur 2007

Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands árið 2007 var haldinn á Egilsstöðum dagana 17.-19. ágúst. Fundurinn var haldinn í Menntaskólanum á Egilsstöðum. Fundurinn hófst að morgni föstudagsins 17. ágúst. Eftir hefðbundin aðalfundarstörf var…
Nánar
28. ágúst, 2006 in Aðalfundir

Aðalfundur 2006

Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands árið 2006 var haldinn í Hafnarborg í Hafnarfirði, dagana 26.-27. ágúst 2006. Gestgjafar voru Skógræktarfélag Hafnarfjarðar, sem fagnaði 60 ára afmæli á árinu.
Nánar