Skip to main content

Fundir

Skógræktarfélag Íslands heldur ár hvert aðalfund og fer hann iðulega fram síðla sumars, en á honum er kosið í stjórn félagsins, samþykktar ályktanir, reikningar og lagabreytingar afgreiddar og margt fleira.

Auk þess heldur félagið inn á milli fulltrúafund, þar sem farið er yfir tiltekin málefni og starfsemi aðildarfélaganna með fulltrúum frá þeim.

Einnig stendur félagið fyrir stökum fundum og ráðstefnum eitt og sér, eða í samstarfi við aðra aðila.