Skip to main content

Yrkja

Yrkja – sjóður æskunnar til ræktunar landsins úthlutar grunnskólabörnum trjáplöntum til gróðursetningar. Árlega gróðursetja á milli sjö og átta þúsund grunnskólanemar, frá í kringum hundrað skólum víðs vegar af landinu, tré á vegum sjóðsins.

Yrkjusjóður var stofnaður árið 1992, en stofnfé sjóðsins var afrakstur sölu bókarinnar Yrkja, sem gefin var út í tilefni sextugsafmælis frú Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands. Sjóðurinn hefur eigin stjórn, en Skógræktarfélag Íslands hefur umsjón með honum og sinnir samskiptum við skólana.

Auglýst er eftir umsóknum í Yrkjusjóð snemma á hverju ári. Allir grunnskólar landsins geta sótt um tré til sjóðsins, hvort sem er til gróðursetninga að vori eða hausti.

Nánari upplýsingar og fræðsluefni um tré og gróðursetningu má finna á vef Yrkju: www.yrkja.is