Önnur útgáfa

Fyrir utan hina venjubundnu útgáfu Skógræktarfélags Íslands á Skógræktarritinu, Laufblaðinu og Frækorninu hefur félagið í gegnum tíðina gefið út ýmis stök, tilfallandi rit, svo sem bæklinga tengda einstökum verkefnum, litla fræðslubæklinga og afmælisrit.

Árið 2020 var Skógræktarfélag Íslands með starfsnema, Elisabeth Bernard frá Frakklandi, sem vann að rannsókn á skógræktarfélögunum, er laut að því að fá mynd af stöðu félaganna, helstu áskorunum og framtíðarhorfum:
Félagsnet skógræktarfélaga – stöðumat 2020 (skýrsla) (.pdf)
2020 Network assessment report (skýrsla) (.pdf)

box-jarnsidamin

box-rik