Skip to main content

Verkefni

Skógræktarfélag Íslands kemur að eða annast ýmis verkefni tengd skógrækt, í samvinnu við einstök skógræktarfélög, önnur samtök eða sjóði, fyrirtæki eða einstaklinga, bæði innanlands og utan.

Auk reglubundinna verkefna hefur Skógræktarfélag Íslands komið að eða annast ýmis verkefni tengd skógrækt. Meðal slíkra verkefna má nefna Aldamótaskóga (efnt til í samstarfi við Búnaðarbankann í tilefni þúsaldamóta árið 2000, þar sem gróðursett var ein planta fyrir hvern Íslending), Vinaskóg á Þingvöllum (stofnaður árið 1990 í tilefni Landgræðsluskógaátaks; þar hafa heimsþekktir gestir gróðursett tré, m.a. fjölmargir þjóðhöfðingjar og fulltrúar erlendra ríkja og alþjóðlegra stofnana) og Skógrækt í sátt við umhverfið (gerð leiðbeininga um nýræktun skóga sem unnar voru af starfshópi skipuðum fulltrúum frá ýmsum stofnunum á sviði náttúru og umhverfis).